Áhorfendur gengu af göflunum eftir hnefaleikabardaga í Buenos Aires þar sem boxari frá Filippseyjum hafði rotað heimamann í tíundu lotu. John Riel Casimero rotaði heimamanninn Luis Alberto Lazarte með stæl og það kunnu heimamenn í stúkunni ekki að meta.
Þeir byrjuðu að kasta stólum og öðru lauslegu í Casimero og aðstoðarmenn hans. Þeir létu ekki þar við sitja heldur ruddust inn í hringinn og gengu á skrokk á filippseyingunum.
Casimero slapp við alvarleg meiðsl og fékk lögreglufylgd upp á hótel. Hann var í felum undir hringnum þegar lögreglan reyndi að ná tökum á stöðunni.
Lazarte kom síðan að hitta Casimero og bað hann innilega afsökunar.
Stjórnvöld í Filippseyjum eru æfareið yfir þessari uppákomu og hafa lagt inn formlega kvörtun til argentínsku ríkisstjórnarinnar.
Áhorfendur ruddust inn í hringinn og lömdu boxara

Mest lesið





Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“
Íslenski boltinn



Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits
Enski boltinn


ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík
Íslenski boltinn