Aftur efasemdir um mótið í Barein - Ecclestone alveg sama Birgir Þór Harðarson skrifar 10. febrúar 2012 16:00 Bernie Ecclestone hefur vingast við konungsfjölskylduna í Barein. Hamad bin Isa al Khalifa er til dæmis góður vinur. nordicphotos/afp Vaxandi pressa hefur verið á skipuleggjendur Formúlu 1 mótaraðarinnar um að aflýsa kappakstrinum í Barein í ár. Mótinu var frestað í fyrra og síðar aflýst vegna mikilla mótmæla og mannréttindabrota af hálfu hins opinbera þar í landi. Í ár eru uppi efasemdir eins og í fyrra um hvort mótið eigi að fara fram í Barein. Í fyrra bættist þó mikið óvissuástand vegna óeirða og hótana mótmælenda um að nota kappaksturinn þar til að láta rödd sína heyrast enn betur. Nú hefur efri deild breska þingsins blandað sér í umræðuna og hvetur ráðamenn Formúlu 1 til að aflýsa mótinu á meðan pólitísk óvissa er í landinu. Bendir þingmaður breska gæningjaflokksins meðal annars á dagleg mótmæli og dauða enn fleiri borgara. Bernie Ecclestone, sem stundum hefur verið kallaður alráður í Formúlu 1, vill hins vegar ekki hlusta á þá sem ekki vilja keppa í Barein enda gríðarlegir fjármunir fólgnir í mótum í Mið-Austurlöndum. Niðurstaða framkvæmdastjórnar Formúlunnar í fyrra kom aðeins stuttu áður en mótið átti að fara fram. Þá höfðu liðstjórar og ökumenn komið fram og lýst yfir andstöðu sinni við að mótið færi fram. Líklegt er að sama verði upp á teningnum að þessu sinni. Áætlað er að mótið í Barein fari fram þann 22. apríl og verði fjórða mótið á tímabilinu. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Vaxandi pressa hefur verið á skipuleggjendur Formúlu 1 mótaraðarinnar um að aflýsa kappakstrinum í Barein í ár. Mótinu var frestað í fyrra og síðar aflýst vegna mikilla mótmæla og mannréttindabrota af hálfu hins opinbera þar í landi. Í ár eru uppi efasemdir eins og í fyrra um hvort mótið eigi að fara fram í Barein. Í fyrra bættist þó mikið óvissuástand vegna óeirða og hótana mótmælenda um að nota kappaksturinn þar til að láta rödd sína heyrast enn betur. Nú hefur efri deild breska þingsins blandað sér í umræðuna og hvetur ráðamenn Formúlu 1 til að aflýsa mótinu á meðan pólitísk óvissa er í landinu. Bendir þingmaður breska gæningjaflokksins meðal annars á dagleg mótmæli og dauða enn fleiri borgara. Bernie Ecclestone, sem stundum hefur verið kallaður alráður í Formúlu 1, vill hins vegar ekki hlusta á þá sem ekki vilja keppa í Barein enda gríðarlegir fjármunir fólgnir í mótum í Mið-Austurlöndum. Niðurstaða framkvæmdastjórnar Formúlunnar í fyrra kom aðeins stuttu áður en mótið átti að fara fram. Þá höfðu liðstjórar og ökumenn komið fram og lýst yfir andstöðu sinni við að mótið færi fram. Líklegt er að sama verði upp á teningnum að þessu sinni. Áætlað er að mótið í Barein fari fram þann 22. apríl og verði fjórða mótið á tímabilinu.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira