NASCAR tímabilið hefst með hvelli með Daytona 500 Birgir Þór Harðarson skrifar 28. febrúar 2012 17:30 Matt Kenseth sem ekur fyrir Roush Fenway sigraði Daytona 500 kappaksturinn, fyrsta mót ársins í NASCAR í Bandaríkjunum. Daytona 500 er stærsti götubílakappakstur ársins í Bandaríkjunum. Fyrir sigurinn fékk Kenseth 300 þúsund bandaríkjadali í sigurlaun. Þá fékk Martin Truex Jr. hjá Micheal Waltrip Racing 200 þúsund dali fyrir að vera fremstur þegar helmingur vegalendgarinnar var ekinn. Juan Pablo Montoya sem Evrópubúar þekkja vel úr Formúlu 1 slapp með skrekkinn þegar hann klessti á hreinsunarbíl í Daytona 500 kappakstrinum sem fram fór í nótt. Montoya ekur nú fyrir Chip Ganassi liðið í NASCAR í Bandaríkjunum. Gulum flöggum var veifað á brautinni og er venjan að hreinsunarbílar aki hringinn og blási ryki af brautinni. Montoya misti stjórn á bíl sínum, skautaði beint á gula trukkinn og reif eldsneytistankinn á trukkinum. Neisti komst svo í eldsneytið þegar það sullaðist niður brautina svo upphófst mikið bál. Rauðum flöggum var veifað um leið og kappakstrinum frestað í einn og hálfan klukkutíma. "Það var eitthvað furðulegt við bílinn svo ég fór inn á viðgerðarsvæðið," sagði Montoya stuttu eftir slysið. "Þeir fundu ekkert að bílnum svo ég fór beint út aftur en missti svo afturendann rétt fyrir þriðju beygju." Talið var að eldurinn hefði eyðilagt malbikið en svo reyndist ekki vera. Daytona 500 kappaksturinn átti að fara fram á sunnudag en var frestað vegna mikillar rigningar og fór því fram á mánudagskvöldi. Rigning ógnaði kappakstrinum aftur síðustu hringina en hafði ekki áhrif og mótinu lauk klukkan 1 eftir miðnætti að staðartíma. Formúla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Matt Kenseth sem ekur fyrir Roush Fenway sigraði Daytona 500 kappaksturinn, fyrsta mót ársins í NASCAR í Bandaríkjunum. Daytona 500 er stærsti götubílakappakstur ársins í Bandaríkjunum. Fyrir sigurinn fékk Kenseth 300 þúsund bandaríkjadali í sigurlaun. Þá fékk Martin Truex Jr. hjá Micheal Waltrip Racing 200 þúsund dali fyrir að vera fremstur þegar helmingur vegalendgarinnar var ekinn. Juan Pablo Montoya sem Evrópubúar þekkja vel úr Formúlu 1 slapp með skrekkinn þegar hann klessti á hreinsunarbíl í Daytona 500 kappakstrinum sem fram fór í nótt. Montoya ekur nú fyrir Chip Ganassi liðið í NASCAR í Bandaríkjunum. Gulum flöggum var veifað á brautinni og er venjan að hreinsunarbílar aki hringinn og blási ryki af brautinni. Montoya misti stjórn á bíl sínum, skautaði beint á gula trukkinn og reif eldsneytistankinn á trukkinum. Neisti komst svo í eldsneytið þegar það sullaðist niður brautina svo upphófst mikið bál. Rauðum flöggum var veifað um leið og kappakstrinum frestað í einn og hálfan klukkutíma. "Það var eitthvað furðulegt við bílinn svo ég fór inn á viðgerðarsvæðið," sagði Montoya stuttu eftir slysið. "Þeir fundu ekkert að bílnum svo ég fór beint út aftur en missti svo afturendann rétt fyrir þriðju beygju." Talið var að eldurinn hefði eyðilagt malbikið en svo reyndist ekki vera. Daytona 500 kappaksturinn átti að fara fram á sunnudag en var frestað vegna mikillar rigningar og fór því fram á mánudagskvöldi. Rigning ógnaði kappakstrinum aftur síðustu hringina en hafði ekki áhrif og mótinu lauk klukkan 1 eftir miðnætti að staðartíma.
Formúla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira