Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Lilleström í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Svartfellingum ytra á miðvikudaginn.
Fram kemur á vef KSÍ að þeir Emil Hallfreðsson og Aron Einar Gunnarsson eigi við smávægileg meiðsli að stríða og því hafi verið ákveðið að kalla á annan miðvallarleikmann í hópinn.
Liðið er komið til Svartfjallalands og æfir í kvöld. Verður Pálmi Rafn með á æfingunni en leikurinn fer fram klukkan 17.00 á miðvikudaginn.
Aron Einar spilaði allar 120 mínúturnar í deildabikarúrslitaleik Liverpool og Cardiff í gær og meiddist lítillega í framlengingunni. Emil meiddist hins vegar á æfingu með liði sínu, Hellas Verona, á Ítalíu.
Pálmi Rafn kallaður í landsliðið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


„Þetta er ekki búið“
Fótbolti


Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram
Handbolti


Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn

