Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2012 09:45 Nordic Photos / Getty Images Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Lars Lagerbäck. Íslensku strákarnir vöknuðu upp við vondan draum eftir aðeins 94 sekúndur. Boltinn lá í netinu eftir skalla Ryoichi Maeda á nærstöng. Vinstri bakvörður Japana hafði farið illa með Guðmund Kristjánsson sem lék í stöðu hægri bakvarðar. Sending hans fyrir markið rataði beint á kollinn á Maeda sem skallaði í netið. Skelfilegur varnarleikur hjá íslensku leikmönnunum sem voru fjölmennir á teignum án þess að taka ábyrgð á japönsku sóknarmönnunum. Íslensku strákunum tókst ekki að ógna marki Japana að ráði í fyrri hálfleik. Þeir náðu ekki að byggja upp merkilegar sóknir en náðu þó að vinna boltann nokkrum sinnum á hættulegum stöðum án þess að takast að gera sér mat úr því. Þeir voru heppnir á 33. mínútu þegar Hannes Þór varði vel af stuttu færi. Staðan í hálfleik 1-0 og íslensku strákarnir ennþá vel inni í leiknum þó jöfnunarmarkið lægi ekki í loftinu. Eftir ágæta byrjun á síðari hálfleik gerðu íslensku strákarnir sig seka um slæm mistök. Japanir unnu boltann af Steinþóri Frey á miðsvæðinu og sendu frábæra sendingu inn á Jungo Fujimoto sem var galopinn hægra megin í teignum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson langt út úr stöðu og slæm holning á varnarlínunni. Fujimoto kláraði færið snyrtilega, lagði knöttinn yfir Gunnleif í markinu. 2-0 fyrir heimamenn og útlitið svart. Mínútu síðar fengu Japanir dauðafæri en sóknarmanni þeirra brást bogalistin, skaut framhjá. Frammistaða Íslands í hálfleiknum var betri en í þeim fyrri en færin þó af skornum skammti. Þeir fengu fjölda hornspyrna og innkasta sem sköpuðu hálffæri en ekkert til að tala um. Á 79. mínútu bættu Japanir við þriðja markinu. Boltinn barst á Tomoaki Makino eftir aukaspyrnu. Makino lá á jörðinni rétt utan markteigs og sendi boltann í netið. Sárt fyrir íslensku strákana sem höfðu staðið sig ágætlega í hálfleiknum og heldur betur tekið til í tölfræðinni hvað markskot og hornspyrnur varðaði. Þeir náðu svo að rétta úr kútnum í viðbótartíma. Brotið var á varamanninum Garði Jóhannssyni innan teigs. Arnór Smárason steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Sárabót en 3-1 tap staðreynd. Íslensku strákarnir sýndu góða baráttu og ágætis takta inni á milli í Osaka í dag. Það var þó oftar en ekki einnig uppi á teningnum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en eins og svo oft áður tapaðist leikurinn. Erfitt var að greina handbragð Lagerbäck á liðinu en hann verður þó ekki dæmdur af þessum leik. Hafa verður í huga að þótt bæði lið hafi teflt fram B-liði þá spila flestir landsliðsmanna Japana í heimalandinu. Hallgrímur Jónasson var eini byrjunarliðsmaður Íslands í dag sem spilaði síðasta landsleik í 5-3 tapi gegn Portúgal í haust. Ákvörðun landsliðsþjálfaranna að stilla Guðmundi Kristjánssyni upp í stöðu hægri bakvarðar verður að teljast skrýtin. Guðmundur er einfaldlega ekki bakvörður sem kom berlega í ljós eftir 94 sekúndna leik. Skúli Jón kom inn í hálfleik og stóð sig betur enda mun vanari stöðunni.Tölfræði úr leiknum Skot (á mark) 11 (6)- 12 (5) Horn 8-7 Rangstaða 1-1 Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Lars Lagerbäck. Íslensku strákarnir vöknuðu upp við vondan draum eftir aðeins 94 sekúndur. Boltinn lá í netinu eftir skalla Ryoichi Maeda á nærstöng. Vinstri bakvörður Japana hafði farið illa með Guðmund Kristjánsson sem lék í stöðu hægri bakvarðar. Sending hans fyrir markið rataði beint á kollinn á Maeda sem skallaði í netið. Skelfilegur varnarleikur hjá íslensku leikmönnunum sem voru fjölmennir á teignum án þess að taka ábyrgð á japönsku sóknarmönnunum. Íslensku strákunum tókst ekki að ógna marki Japana að ráði í fyrri hálfleik. Þeir náðu ekki að byggja upp merkilegar sóknir en náðu þó að vinna boltann nokkrum sinnum á hættulegum stöðum án þess að takast að gera sér mat úr því. Þeir voru heppnir á 33. mínútu þegar Hannes Þór varði vel af stuttu færi. Staðan í hálfleik 1-0 og íslensku strákarnir ennþá vel inni í leiknum þó jöfnunarmarkið lægi ekki í loftinu. Eftir ágæta byrjun á síðari hálfleik gerðu íslensku strákarnir sig seka um slæm mistök. Japanir unnu boltann af Steinþóri Frey á miðsvæðinu og sendu frábæra sendingu inn á Jungo Fujimoto sem var galopinn hægra megin í teignum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson langt út úr stöðu og slæm holning á varnarlínunni. Fujimoto kláraði færið snyrtilega, lagði knöttinn yfir Gunnleif í markinu. 2-0 fyrir heimamenn og útlitið svart. Mínútu síðar fengu Japanir dauðafæri en sóknarmanni þeirra brást bogalistin, skaut framhjá. Frammistaða Íslands í hálfleiknum var betri en í þeim fyrri en færin þó af skornum skammti. Þeir fengu fjölda hornspyrna og innkasta sem sköpuðu hálffæri en ekkert til að tala um. Á 79. mínútu bættu Japanir við þriðja markinu. Boltinn barst á Tomoaki Makino eftir aukaspyrnu. Makino lá á jörðinni rétt utan markteigs og sendi boltann í netið. Sárt fyrir íslensku strákana sem höfðu staðið sig ágætlega í hálfleiknum og heldur betur tekið til í tölfræðinni hvað markskot og hornspyrnur varðaði. Þeir náðu svo að rétta úr kútnum í viðbótartíma. Brotið var á varamanninum Garði Jóhannssyni innan teigs. Arnór Smárason steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Sárabót en 3-1 tap staðreynd. Íslensku strákarnir sýndu góða baráttu og ágætis takta inni á milli í Osaka í dag. Það var þó oftar en ekki einnig uppi á teningnum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en eins og svo oft áður tapaðist leikurinn. Erfitt var að greina handbragð Lagerbäck á liðinu en hann verður þó ekki dæmdur af þessum leik. Hafa verður í huga að þótt bæði lið hafi teflt fram B-liði þá spila flestir landsliðsmanna Japana í heimalandinu. Hallgrímur Jónasson var eini byrjunarliðsmaður Íslands í dag sem spilaði síðasta landsleik í 5-3 tapi gegn Portúgal í haust. Ákvörðun landsliðsþjálfaranna að stilla Guðmundi Kristjánssyni upp í stöðu hægri bakvarðar verður að teljast skrýtin. Guðmundur er einfaldlega ekki bakvörður sem kom berlega í ljós eftir 94 sekúndna leik. Skúli Jón kom inn í hálfleik og stóð sig betur enda mun vanari stöðunni.Tölfræði úr leiknum Skot (á mark) 11 (6)- 12 (5) Horn 8-7 Rangstaða 1-1 Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira