Markús: Hver fullyrti að yfirtakan á Glitni hefði engin áhrif ? Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. mars 2012 15:35 Össur Skarphéðinsson heilsar Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara þegar hann mætir fyrir Landsdóm. mynd/ gva. Fullyrt var við Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra, í september 2008 að yfirtaka ríkisins á 75% hlut í Glitni hefði engin áhrif á hina bankana. Össur sagði frá þessu í vitnastúku í Landsdómi í dag. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, spurði Össur að því hver hefið fullyrt þetta við sig. „Í fyrsta skiptið var það á fundi þar sem ég spurði um þetta. Þá var það upplýst að deginum áður hefði verið fundur í Seðlabankanum. Þá hafi Sgurjón Þ Árnason verið spurður að þessu og þá hefði hann svarað því að svo væri ekki. Ég held að það hafi verið þáverandi seðlabankastjóri sem sagði þetta. Ég er ekki alveg vissum að hann hafi sagt mér satt," sagði hann. Hann hafi þá spurt annan mann út í þetta mál og fengið sömu svör. Síðar um kvöldið hafi hann svo spurt Davíð aftur. Þá hafi hann fengið símasamband við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans, og hafi svör hans verið á sama veg. Össur sagði meðal annars að hann hefði ekki haft hugmynd um það á árinu 2008 að hætta vofði yfir íslenska ríkinu í efnahagsmálum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi hætta vofði yfir íslenska ríkinu. Ég fylgdist vel með þjóðmálum í gegnum fjölmiðla," sagði Össur. Í upphafi árs hefði ekki verið ástæða til að ætla að veruleg hætta væri á ferðum, þó að fréttir hefuð borist af lausafjárskorti. Hann benti meðal annars á skýrslu Seðlabankans í maí það árið sem hefði gert menn rórri. „Skýrsla frá seðlabankanum í maí var túlkuð þannig fjölmiðlum og af stjórnmálamönnum að staða bankana væri í lagi," sagði Össur. Þá sagði Össur að í fyrsta skipti sem Davíð hefði rætt ástand í efnahagsmálum við ríkisstjórnina hefði verið á ríkisstjórnarfundi í lok september 2008. Það var á umtöluðum fundi þar sem Davíð gerði grein fyrir því að sér þætti að ríkisstjórnin ætti að fara frá og þjóðstjórn að taka við. Landsdómur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Fullyrt var við Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra, í september 2008 að yfirtaka ríkisins á 75% hlut í Glitni hefði engin áhrif á hina bankana. Össur sagði frá þessu í vitnastúku í Landsdómi í dag. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, spurði Össur að því hver hefið fullyrt þetta við sig. „Í fyrsta skiptið var það á fundi þar sem ég spurði um þetta. Þá var það upplýst að deginum áður hefði verið fundur í Seðlabankanum. Þá hafi Sgurjón Þ Árnason verið spurður að þessu og þá hefði hann svarað því að svo væri ekki. Ég held að það hafi verið þáverandi seðlabankastjóri sem sagði þetta. Ég er ekki alveg vissum að hann hafi sagt mér satt," sagði hann. Hann hafi þá spurt annan mann út í þetta mál og fengið sömu svör. Síðar um kvöldið hafi hann svo spurt Davíð aftur. Þá hafi hann fengið símasamband við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans, og hafi svör hans verið á sama veg. Össur sagði meðal annars að hann hefði ekki haft hugmynd um það á árinu 2008 að hætta vofði yfir íslenska ríkinu í efnahagsmálum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi hætta vofði yfir íslenska ríkinu. Ég fylgdist vel með þjóðmálum í gegnum fjölmiðla," sagði Össur. Í upphafi árs hefði ekki verið ástæða til að ætla að veruleg hætta væri á ferðum, þó að fréttir hefuð borist af lausafjárskorti. Hann benti meðal annars á skýrslu Seðlabankans í maí það árið sem hefði gert menn rórri. „Skýrsla frá seðlabankanum í maí var túlkuð þannig fjölmiðlum og af stjórnmálamönnum að staða bankana væri í lagi," sagði Össur. Þá sagði Össur að í fyrsta skipti sem Davíð hefði rætt ástand í efnahagsmálum við ríkisstjórnina hefði verið á ríkisstjórnarfundi í lok september 2008. Það var á umtöluðum fundi þar sem Davíð gerði grein fyrir því að sér þætti að ríkisstjórnin ætti að fara frá og þjóðstjórn að taka við.
Landsdómur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira