Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 28-27 | Umdeilt sigurmark Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vodafonehöllinni skrifar 8. mars 2012 11:33 Sveinn Aron Sveinsson. Mynd/Stefán Sveinn Aron Sveinsson tryggði Val afar nauman og umdeildan sigur á FH í kvöld. Markið skoraði hann úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og er deilt um hvort að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar boltinn hafnaði í netinu. Danskur dómari leiksins, Troels Kure, dæmdi markið gilt og ætlaði allt um koll að keyra. FH-ingar voru trítilóðir, hópuðust að dómurunum og öskruðu á þá. Kure dæmdi leikinn ásamt Helga Rafni Helgasyni en þeir hafa dæmt saman í Danmörku með góðum árangri undanfarin ár. FH fór í sókn þegar nítján sekúndur voru eftir af leiknum. Ólafur Gústafsson fór upp í skot þegar 4-5 sekúndur voru eftir en varnarmenn Vals vörðu boltann. Hann reyndi að ná frákastinu en Valsmenn komu boltanum fram á Svein Aron sem skoraði. FH-ingar voru einnig afar óánægðir með að ekkert hafi verið dæmt því þeim fannst að brotið hefði verið á Ólafi. En dómurinn stóð sem og niðurstaða leiksins. Halda þurfti þjálfurum og leikmönnum frá dómurum leiksins eftir leikinn og héldu þeir svo áfram að rífast við starfsmenn ritaraborðsins löngu eftir að leiknum lauk. Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á leiknum, stóð í ströngu og ræddi þetta vel og lengi við FH-ingana. Leikurinn sjálflur var kaflaskiptur. FH byrjaði betur en bæði lið voru þó að spila illa í fyrri hálfleik, sérstaklega í vörn. Markvarsla var lengi vel lítil sem engin í leiknum en átti eftir að stórbatna eftir því sem leið á leiktímann. Staðan var jöfn í hálfleik, 15-15, en Valsmenn komu mun sterkari til leiks í þeim síðari. Sóknarleikurinn var góður og 5-1 vörnin með Sturla Ásgeirsson fremstan virkaði vel. En FH-ingar bættu í á lokakaflanum og við það datt botninn úr sóknarleik Vals. Þeir náðu þó að halda FH-ingum frá sér með áðurnefndum afleiðingum en það hefði varla geta staðið tæpar. FH og Haukar, sem töpuðu óvænt fyrir Gróttu í kvöld, eru enn efst í deildinni með 23 stig hvort en dregið hefur saman með efstu sex liðum deildarinnar. Valur er í sjötta sætinu með átján stig, einu stigi á eftir Fram. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð í afar mikilvægum leik fyrir bæði lið. Kristján: Við erum afar ósáttirMynd/Vilhelm„Eins og flestir í húsinu sáu var búið að flauta leikinn af áður en þeir skora þetta mark," sagði Kristján. „Auðvitað erum við hundsvekktir með það. Þar að auki var brotið illa á Ólafi áður en þeir fara í sókn. Þetta voru hrikaleg mistök hjá dómurunum og erum við afar ósáttir við það." Hann var afar ósáttur við frammistöðu dómaranna, þeirra Helga Rafns Helgasonar og Danans Troels Kure. „Já, það hallaði á okkur. Það var eins og Daninn hefði séð danska landsliðið inn á vellinum," sagði Kristján og vísaði þar til rauða búnings Valsmanna. „En þetta var jafn leikur og jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða. Vörnin var svo léleg hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Dómgæslan er bara einn þáttur af leiknum og við fengum tækifæri til að klára leikinn. En við lentum undir og náðum að koma okkur aftur inn í leikinn. Það var gott." Óskar Bjarni: Viðurkenni að þetta var vafasamtMynd/Vilhelm„Ég þori ekki að segja til um þetta. En þetta var mjög vafasamt - ég skal viðurkenna það. Ég veit ekki hvað ég hefði dæmt. Ég verð að sjá þetta á myndbandi aftur," sagði Óskar Bjarni eftir sigur sinna manna. „Þetta féll með okkur og við vorum heppnir undir lokin. Ég segi það hér og nú." „En við unnum og ég fagna tveimur stigum. Ég fagna því í þessari baráttu. Allir leikir hjá okkur eru úrslitaleikir og næst eigum við leik gegn Fram þar sem það verður allt undir enn á ný." Sveinn Aron: Þetta var löglegt markMynd/Stefán„Þetta var klárlega löglegt mark. Lokaflautið kom þegar boltinn var í netinu. Hann var farinn úr höndunum áður en það kom," staðhæfði markaskorarinn Sveinn Aron Sveinsson en hann tryggði Val sigurinn í kvöld. Sveinn Aron og fleiri ungir leikmenn í liði Vals komu sterkir inn í leikinn í kvöld og rifu sína menn upp þegar mest þurfti á að halda. „Þegar menn eru ekki að finna sig þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum okkar í kvöld. Ég er ánægður með þetta enda klassasigur hjá okkur, sérstaklega eftir erfiða byrjun. Við náðum að koma til baka og klára þetta." Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira
Sveinn Aron Sveinsson tryggði Val afar nauman og umdeildan sigur á FH í kvöld. Markið skoraði hann úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og er deilt um hvort að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar boltinn hafnaði í netinu. Danskur dómari leiksins, Troels Kure, dæmdi markið gilt og ætlaði allt um koll að keyra. FH-ingar voru trítilóðir, hópuðust að dómurunum og öskruðu á þá. Kure dæmdi leikinn ásamt Helga Rafni Helgasyni en þeir hafa dæmt saman í Danmörku með góðum árangri undanfarin ár. FH fór í sókn þegar nítján sekúndur voru eftir af leiknum. Ólafur Gústafsson fór upp í skot þegar 4-5 sekúndur voru eftir en varnarmenn Vals vörðu boltann. Hann reyndi að ná frákastinu en Valsmenn komu boltanum fram á Svein Aron sem skoraði. FH-ingar voru einnig afar óánægðir með að ekkert hafi verið dæmt því þeim fannst að brotið hefði verið á Ólafi. En dómurinn stóð sem og niðurstaða leiksins. Halda þurfti þjálfurum og leikmönnum frá dómurum leiksins eftir leikinn og héldu þeir svo áfram að rífast við starfsmenn ritaraborðsins löngu eftir að leiknum lauk. Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á leiknum, stóð í ströngu og ræddi þetta vel og lengi við FH-ingana. Leikurinn sjálflur var kaflaskiptur. FH byrjaði betur en bæði lið voru þó að spila illa í fyrri hálfleik, sérstaklega í vörn. Markvarsla var lengi vel lítil sem engin í leiknum en átti eftir að stórbatna eftir því sem leið á leiktímann. Staðan var jöfn í hálfleik, 15-15, en Valsmenn komu mun sterkari til leiks í þeim síðari. Sóknarleikurinn var góður og 5-1 vörnin með Sturla Ásgeirsson fremstan virkaði vel. En FH-ingar bættu í á lokakaflanum og við það datt botninn úr sóknarleik Vals. Þeir náðu þó að halda FH-ingum frá sér með áðurnefndum afleiðingum en það hefði varla geta staðið tæpar. FH og Haukar, sem töpuðu óvænt fyrir Gróttu í kvöld, eru enn efst í deildinni með 23 stig hvort en dregið hefur saman með efstu sex liðum deildarinnar. Valur er í sjötta sætinu með átján stig, einu stigi á eftir Fram. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð í afar mikilvægum leik fyrir bæði lið. Kristján: Við erum afar ósáttirMynd/Vilhelm„Eins og flestir í húsinu sáu var búið að flauta leikinn af áður en þeir skora þetta mark," sagði Kristján. „Auðvitað erum við hundsvekktir með það. Þar að auki var brotið illa á Ólafi áður en þeir fara í sókn. Þetta voru hrikaleg mistök hjá dómurunum og erum við afar ósáttir við það." Hann var afar ósáttur við frammistöðu dómaranna, þeirra Helga Rafns Helgasonar og Danans Troels Kure. „Já, það hallaði á okkur. Það var eins og Daninn hefði séð danska landsliðið inn á vellinum," sagði Kristján og vísaði þar til rauða búnings Valsmanna. „En þetta var jafn leikur og jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða. Vörnin var svo léleg hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Dómgæslan er bara einn þáttur af leiknum og við fengum tækifæri til að klára leikinn. En við lentum undir og náðum að koma okkur aftur inn í leikinn. Það var gott." Óskar Bjarni: Viðurkenni að þetta var vafasamtMynd/Vilhelm„Ég þori ekki að segja til um þetta. En þetta var mjög vafasamt - ég skal viðurkenna það. Ég veit ekki hvað ég hefði dæmt. Ég verð að sjá þetta á myndbandi aftur," sagði Óskar Bjarni eftir sigur sinna manna. „Þetta féll með okkur og við vorum heppnir undir lokin. Ég segi það hér og nú." „En við unnum og ég fagna tveimur stigum. Ég fagna því í þessari baráttu. Allir leikir hjá okkur eru úrslitaleikir og næst eigum við leik gegn Fram þar sem það verður allt undir enn á ný." Sveinn Aron: Þetta var löglegt markMynd/Stefán„Þetta var klárlega löglegt mark. Lokaflautið kom þegar boltinn var í netinu. Hann var farinn úr höndunum áður en það kom," staðhæfði markaskorarinn Sveinn Aron Sveinsson en hann tryggði Val sigurinn í kvöld. Sveinn Aron og fleiri ungir leikmenn í liði Vals komu sterkir inn í leikinn í kvöld og rifu sína menn upp þegar mest þurfti á að halda. „Þegar menn eru ekki að finna sig þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum okkar í kvöld. Ég er ánægður með þetta enda klassasigur hjá okkur, sérstaklega eftir erfiða byrjun. Við náðum að koma til baka og klára þetta."
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira