Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 28-27 | Umdeilt sigurmark Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vodafonehöllinni skrifar 8. mars 2012 11:33 Sveinn Aron Sveinsson. Mynd/Stefán Sveinn Aron Sveinsson tryggði Val afar nauman og umdeildan sigur á FH í kvöld. Markið skoraði hann úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og er deilt um hvort að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar boltinn hafnaði í netinu. Danskur dómari leiksins, Troels Kure, dæmdi markið gilt og ætlaði allt um koll að keyra. FH-ingar voru trítilóðir, hópuðust að dómurunum og öskruðu á þá. Kure dæmdi leikinn ásamt Helga Rafni Helgasyni en þeir hafa dæmt saman í Danmörku með góðum árangri undanfarin ár. FH fór í sókn þegar nítján sekúndur voru eftir af leiknum. Ólafur Gústafsson fór upp í skot þegar 4-5 sekúndur voru eftir en varnarmenn Vals vörðu boltann. Hann reyndi að ná frákastinu en Valsmenn komu boltanum fram á Svein Aron sem skoraði. FH-ingar voru einnig afar óánægðir með að ekkert hafi verið dæmt því þeim fannst að brotið hefði verið á Ólafi. En dómurinn stóð sem og niðurstaða leiksins. Halda þurfti þjálfurum og leikmönnum frá dómurum leiksins eftir leikinn og héldu þeir svo áfram að rífast við starfsmenn ritaraborðsins löngu eftir að leiknum lauk. Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á leiknum, stóð í ströngu og ræddi þetta vel og lengi við FH-ingana. Leikurinn sjálflur var kaflaskiptur. FH byrjaði betur en bæði lið voru þó að spila illa í fyrri hálfleik, sérstaklega í vörn. Markvarsla var lengi vel lítil sem engin í leiknum en átti eftir að stórbatna eftir því sem leið á leiktímann. Staðan var jöfn í hálfleik, 15-15, en Valsmenn komu mun sterkari til leiks í þeim síðari. Sóknarleikurinn var góður og 5-1 vörnin með Sturla Ásgeirsson fremstan virkaði vel. En FH-ingar bættu í á lokakaflanum og við það datt botninn úr sóknarleik Vals. Þeir náðu þó að halda FH-ingum frá sér með áðurnefndum afleiðingum en það hefði varla geta staðið tæpar. FH og Haukar, sem töpuðu óvænt fyrir Gróttu í kvöld, eru enn efst í deildinni með 23 stig hvort en dregið hefur saman með efstu sex liðum deildarinnar. Valur er í sjötta sætinu með átján stig, einu stigi á eftir Fram. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð í afar mikilvægum leik fyrir bæði lið. Kristján: Við erum afar ósáttirMynd/Vilhelm„Eins og flestir í húsinu sáu var búið að flauta leikinn af áður en þeir skora þetta mark," sagði Kristján. „Auðvitað erum við hundsvekktir með það. Þar að auki var brotið illa á Ólafi áður en þeir fara í sókn. Þetta voru hrikaleg mistök hjá dómurunum og erum við afar ósáttir við það." Hann var afar ósáttur við frammistöðu dómaranna, þeirra Helga Rafns Helgasonar og Danans Troels Kure. „Já, það hallaði á okkur. Það var eins og Daninn hefði séð danska landsliðið inn á vellinum," sagði Kristján og vísaði þar til rauða búnings Valsmanna. „En þetta var jafn leikur og jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða. Vörnin var svo léleg hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Dómgæslan er bara einn þáttur af leiknum og við fengum tækifæri til að klára leikinn. En við lentum undir og náðum að koma okkur aftur inn í leikinn. Það var gott." Óskar Bjarni: Viðurkenni að þetta var vafasamtMynd/Vilhelm„Ég þori ekki að segja til um þetta. En þetta var mjög vafasamt - ég skal viðurkenna það. Ég veit ekki hvað ég hefði dæmt. Ég verð að sjá þetta á myndbandi aftur," sagði Óskar Bjarni eftir sigur sinna manna. „Þetta féll með okkur og við vorum heppnir undir lokin. Ég segi það hér og nú." „En við unnum og ég fagna tveimur stigum. Ég fagna því í þessari baráttu. Allir leikir hjá okkur eru úrslitaleikir og næst eigum við leik gegn Fram þar sem það verður allt undir enn á ný." Sveinn Aron: Þetta var löglegt markMynd/Stefán„Þetta var klárlega löglegt mark. Lokaflautið kom þegar boltinn var í netinu. Hann var farinn úr höndunum áður en það kom," staðhæfði markaskorarinn Sveinn Aron Sveinsson en hann tryggði Val sigurinn í kvöld. Sveinn Aron og fleiri ungir leikmenn í liði Vals komu sterkir inn í leikinn í kvöld og rifu sína menn upp þegar mest þurfti á að halda. „Þegar menn eru ekki að finna sig þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum okkar í kvöld. Ég er ánægður með þetta enda klassasigur hjá okkur, sérstaklega eftir erfiða byrjun. Við náðum að koma til baka og klára þetta." Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Sveinn Aron Sveinsson tryggði Val afar nauman og umdeildan sigur á FH í kvöld. Markið skoraði hann úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og er deilt um hvort að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar boltinn hafnaði í netinu. Danskur dómari leiksins, Troels Kure, dæmdi markið gilt og ætlaði allt um koll að keyra. FH-ingar voru trítilóðir, hópuðust að dómurunum og öskruðu á þá. Kure dæmdi leikinn ásamt Helga Rafni Helgasyni en þeir hafa dæmt saman í Danmörku með góðum árangri undanfarin ár. FH fór í sókn þegar nítján sekúndur voru eftir af leiknum. Ólafur Gústafsson fór upp í skot þegar 4-5 sekúndur voru eftir en varnarmenn Vals vörðu boltann. Hann reyndi að ná frákastinu en Valsmenn komu boltanum fram á Svein Aron sem skoraði. FH-ingar voru einnig afar óánægðir með að ekkert hafi verið dæmt því þeim fannst að brotið hefði verið á Ólafi. En dómurinn stóð sem og niðurstaða leiksins. Halda þurfti þjálfurum og leikmönnum frá dómurum leiksins eftir leikinn og héldu þeir svo áfram að rífast við starfsmenn ritaraborðsins löngu eftir að leiknum lauk. Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á leiknum, stóð í ströngu og ræddi þetta vel og lengi við FH-ingana. Leikurinn sjálflur var kaflaskiptur. FH byrjaði betur en bæði lið voru þó að spila illa í fyrri hálfleik, sérstaklega í vörn. Markvarsla var lengi vel lítil sem engin í leiknum en átti eftir að stórbatna eftir því sem leið á leiktímann. Staðan var jöfn í hálfleik, 15-15, en Valsmenn komu mun sterkari til leiks í þeim síðari. Sóknarleikurinn var góður og 5-1 vörnin með Sturla Ásgeirsson fremstan virkaði vel. En FH-ingar bættu í á lokakaflanum og við það datt botninn úr sóknarleik Vals. Þeir náðu þó að halda FH-ingum frá sér með áðurnefndum afleiðingum en það hefði varla geta staðið tæpar. FH og Haukar, sem töpuðu óvænt fyrir Gróttu í kvöld, eru enn efst í deildinni með 23 stig hvort en dregið hefur saman með efstu sex liðum deildarinnar. Valur er í sjötta sætinu með átján stig, einu stigi á eftir Fram. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð í afar mikilvægum leik fyrir bæði lið. Kristján: Við erum afar ósáttirMynd/Vilhelm„Eins og flestir í húsinu sáu var búið að flauta leikinn af áður en þeir skora þetta mark," sagði Kristján. „Auðvitað erum við hundsvekktir með það. Þar að auki var brotið illa á Ólafi áður en þeir fara í sókn. Þetta voru hrikaleg mistök hjá dómurunum og erum við afar ósáttir við það." Hann var afar ósáttur við frammistöðu dómaranna, þeirra Helga Rafns Helgasonar og Danans Troels Kure. „Já, það hallaði á okkur. Það var eins og Daninn hefði séð danska landsliðið inn á vellinum," sagði Kristján og vísaði þar til rauða búnings Valsmanna. „En þetta var jafn leikur og jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða. Vörnin var svo léleg hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Dómgæslan er bara einn þáttur af leiknum og við fengum tækifæri til að klára leikinn. En við lentum undir og náðum að koma okkur aftur inn í leikinn. Það var gott." Óskar Bjarni: Viðurkenni að þetta var vafasamtMynd/Vilhelm„Ég þori ekki að segja til um þetta. En þetta var mjög vafasamt - ég skal viðurkenna það. Ég veit ekki hvað ég hefði dæmt. Ég verð að sjá þetta á myndbandi aftur," sagði Óskar Bjarni eftir sigur sinna manna. „Þetta féll með okkur og við vorum heppnir undir lokin. Ég segi það hér og nú." „En við unnum og ég fagna tveimur stigum. Ég fagna því í þessari baráttu. Allir leikir hjá okkur eru úrslitaleikir og næst eigum við leik gegn Fram þar sem það verður allt undir enn á ný." Sveinn Aron: Þetta var löglegt markMynd/Stefán„Þetta var klárlega löglegt mark. Lokaflautið kom þegar boltinn var í netinu. Hann var farinn úr höndunum áður en það kom," staðhæfði markaskorarinn Sveinn Aron Sveinsson en hann tryggði Val sigurinn í kvöld. Sveinn Aron og fleiri ungir leikmenn í liði Vals komu sterkir inn í leikinn í kvöld og rifu sína menn upp þegar mest þurfti á að halda. „Þegar menn eru ekki að finna sig þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum okkar í kvöld. Ég er ánægður með þetta enda klassasigur hjá okkur, sérstaklega eftir erfiða byrjun. Við náðum að koma til baka og klára þetta."
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira