Drógu lappirnar í dótturfélagavæðingu Icesave Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2012 10:57 Ingimundur Friðriksson, var einn af þremur bankastjórum Seðlabankans ásamt Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni heitnum. Ingimundur er nú búsettur í Osló. Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóranna fyrrverandi, spurðist sérstaklega fyrir um það á fyrri hluta árs 2008 hvort þvinga mætti Landsbankann til að flytja Icesave í dótturfélag með lagabreytingu því Landsbankamenn höfðu lítið sem ekkert gert til að flýta fyrir flutningi reikningana úr íslenskri ábyrgð. Þetta kom fram í fundargerð samráðshóps um fjármálastöðugleika sem saksóknari Alþingis vitnaði til í skýrslutöku yfir Ingimundi Friðrikssyni fyrir Landsdómi. Málið snýst um ákærulið 1.4, þ.e flutning Icesave- dótturfélag. Fram kom í skýrslu Ingimundar að erlendu matsfyrirtækin hefðu á árinu 2006 gert athugasemdir við það að innlán væru of lítill hluti af skuldahlið efnahagsreikninga bankanna. Innlán hafi verið metin traust leið til fjármögnunar. IF vitnaði til þess að Landsbankinn hefði verið sá fyrsti sem hefði hafið söfnun innlána erlendis. Ingimundur sagðist aðspurður fyrst hafa fengið vitneskju um það á fyrri hluta árs 2008 að áhersla væri lögð á flutning Icesave í dótturfélag. Sigríður J. Friðjónsdóttir spurði hvort mönnum hafi ekki verið ljós hættan sem fylgdi innlánsreikningunum. Ingimundur sagði að öllum hefði verið ljóst að þessir reikningar væru hvikir. Umræða í fjölmiðlum hefði haft áhrif á hversu stöðugar þessar innistæður voru í Landsbankanum. Fór fram greining á áhættu vegna innistæðna? Ingimundur sagðist ekki minnast þess. Vitnað var til umræðu í samráðshóp um fjármálastöðugleika 22. júlí 2008. Fram kom í fundargerð hópsins að ferli á flutning í dótturfélag hafi ekki verið hafið og Landsbankinn hafi verið á móti því. Voru unnin viðbrögð vegna þessara upplýsinga? „Það kom okkur á óvart á þessum fundi í júlí að flutningurinn væri ekki hafinn af hálfu Landsbankans," sagði Ingimundur. Vitnað til þess að Ingimundur hafi spurt hvort þrýsta mætti á Landsbankamenn til að flytja reikningana með reglugerðar eða lagabreytingum. Sigríður spurði um þetta, hvort þarna hafi hann verið að spyrja hvort beita mætti valdi til að þrýsta á Landsbankann á að flytja þetta í dótturfélag, Ingimundur svaraði því játandi, en sagði að með spurningunni hafi hann viljað afla sér upplýsinga um það sem hægt var að gera, ekki að leggja þetta til. Voru uppi hugmyndir um að stöðva innlánasöfnun? „Ekki voru úrræði til þess. Það þarf auðvitað líka að setja þetta í samhengi við fjármögnun bankans. Þetta var orðinn stór þáttur í fjármögnun Landsbankans," sagði Ingimundur. Andri Árnason, verjandi Geirs, spurði Ingimund um tölvupóst frá Landsbankanum frá 17. ágúst 2008 um helstu vandamál sem Landsbankamenn glímdu við við flutning á Icesave í dótturfélag. Áður hefur komið fram að FSA í Bretlandi gerði mjög stífar kröfur um flutning eigna til Bretlands ef reikningarnir ættu að fara í dótturfélag undir breska ábyrgð. Var eitthvað sem ákærði (Geir H. Haarde) gat gert til að flýta fyrir? Ingimundur sagði að ekki hefði komið til tals að leita til forsætisráðherra. Málið hefði fyrst og fremst verið á vettvangi Fjármálaeftirlitsins heima á Íslandi. Að lokinni skýrslutöku yfir Ingimundi var tekið stutt hlé. Ingimundur, sem er hagfræðingur að mennt eins og ákærði, fór út úr salnum og þeir mættust eitt augnablik í viðurvist fréttamanns, Geir og Ingimundur og tóku spjall saman. Ingimundur gaf ekki kost á viðtali, en fréttamanni tókst að yfirfara nokkur atriði með honum úr skýrslutökunni og gat hann staðfest að rétt væri haft eftir. Ingimundur fer síðan aftur utan, en hann er búsettur í Osló í dag. Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóranna fyrrverandi, spurðist sérstaklega fyrir um það á fyrri hluta árs 2008 hvort þvinga mætti Landsbankann til að flytja Icesave í dótturfélag með lagabreytingu því Landsbankamenn höfðu lítið sem ekkert gert til að flýta fyrir flutningi reikningana úr íslenskri ábyrgð. Þetta kom fram í fundargerð samráðshóps um fjármálastöðugleika sem saksóknari Alþingis vitnaði til í skýrslutöku yfir Ingimundi Friðrikssyni fyrir Landsdómi. Málið snýst um ákærulið 1.4, þ.e flutning Icesave- dótturfélag. Fram kom í skýrslu Ingimundar að erlendu matsfyrirtækin hefðu á árinu 2006 gert athugasemdir við það að innlán væru of lítill hluti af skuldahlið efnahagsreikninga bankanna. Innlán hafi verið metin traust leið til fjármögnunar. IF vitnaði til þess að Landsbankinn hefði verið sá fyrsti sem hefði hafið söfnun innlána erlendis. Ingimundur sagðist aðspurður fyrst hafa fengið vitneskju um það á fyrri hluta árs 2008 að áhersla væri lögð á flutning Icesave í dótturfélag. Sigríður J. Friðjónsdóttir spurði hvort mönnum hafi ekki verið ljós hættan sem fylgdi innlánsreikningunum. Ingimundur sagði að öllum hefði verið ljóst að þessir reikningar væru hvikir. Umræða í fjölmiðlum hefði haft áhrif á hversu stöðugar þessar innistæður voru í Landsbankanum. Fór fram greining á áhættu vegna innistæðna? Ingimundur sagðist ekki minnast þess. Vitnað var til umræðu í samráðshóp um fjármálastöðugleika 22. júlí 2008. Fram kom í fundargerð hópsins að ferli á flutning í dótturfélag hafi ekki verið hafið og Landsbankinn hafi verið á móti því. Voru unnin viðbrögð vegna þessara upplýsinga? „Það kom okkur á óvart á þessum fundi í júlí að flutningurinn væri ekki hafinn af hálfu Landsbankans," sagði Ingimundur. Vitnað til þess að Ingimundur hafi spurt hvort þrýsta mætti á Landsbankamenn til að flytja reikningana með reglugerðar eða lagabreytingum. Sigríður spurði um þetta, hvort þarna hafi hann verið að spyrja hvort beita mætti valdi til að þrýsta á Landsbankann á að flytja þetta í dótturfélag, Ingimundur svaraði því játandi, en sagði að með spurningunni hafi hann viljað afla sér upplýsinga um það sem hægt var að gera, ekki að leggja þetta til. Voru uppi hugmyndir um að stöðva innlánasöfnun? „Ekki voru úrræði til þess. Það þarf auðvitað líka að setja þetta í samhengi við fjármögnun bankans. Þetta var orðinn stór þáttur í fjármögnun Landsbankans," sagði Ingimundur. Andri Árnason, verjandi Geirs, spurði Ingimund um tölvupóst frá Landsbankanum frá 17. ágúst 2008 um helstu vandamál sem Landsbankamenn glímdu við við flutning á Icesave í dótturfélag. Áður hefur komið fram að FSA í Bretlandi gerði mjög stífar kröfur um flutning eigna til Bretlands ef reikningarnir ættu að fara í dótturfélag undir breska ábyrgð. Var eitthvað sem ákærði (Geir H. Haarde) gat gert til að flýta fyrir? Ingimundur sagði að ekki hefði komið til tals að leita til forsætisráðherra. Málið hefði fyrst og fremst verið á vettvangi Fjármálaeftirlitsins heima á Íslandi. Að lokinni skýrslutöku yfir Ingimundi var tekið stutt hlé. Ingimundur, sem er hagfræðingur að mennt eins og ákærði, fór út úr salnum og þeir mættust eitt augnablik í viðurvist fréttamanns, Geir og Ingimundur og tóku spjall saman. Ingimundur gaf ekki kost á viðtali, en fréttamanni tókst að yfirfara nokkur atriði með honum úr skýrslutökunni og gat hann staðfest að rétt væri haft eftir. Ingimundur fer síðan aftur utan, en hann er búsettur í Osló í dag.
Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira