Dýrmætar heimildir að myndast í Landsdómsmálinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. mars 2012 18:44 Hafi einhvern tímann verið ástæða til að nýta undanþágur til að senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu. Þetta segir sagnfræðingur en dýrmætar heimildir eru að myndast sem öruggara er að geta stuðst við milliliðalaust. Landsdómur hafnaði í morgun beiðni fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis um leyfi til að senda réttarhöldin yfir Geir H. Haarde út í beinni útsendingu. Þrátt fyrir að óheimilt sé samkvæmt lögum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi í sakamáli þá geta dómarar veitt undanþágur frá banninu ef sérstaklega stendur á. „Manni finnst að hafi einhvern tímann verið ástæða til þess að nýta þær þá sé það nú, ekki síst í ljósi þess að bæði saksóknari og sakborningur hafa sagt að það sé þeim að meinalausu að það sé útvarpað og sjónvarpað og áhuginn er slíkur," Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Aðeins 70 áhorfendur mega vera í dómsal og þurftu nokkrir frá að bíða eftir að komast inn í salinn eða frá að hverfa í dag. Vitnaleiðslurnar í Landsdómi eru teknar upp. Þær verða þó ekki aðgengilegar almenningi næstu áratugina. Guðni segir að til að átta sig á eðli og umfangi efnahagshrunsins þá séu við réttarhöldin að myndast dýrmætar heimildir til frekari rannsókna. „Það væri miklu öruggara að geta stuðst við frásagnir þeirra sem þarna eru leiddir eru upp í vitnastúku án milliliða," segir Guðni. Innanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við að ekki sé leyft að sjónvarpa úr dómssal. „Aðalmálið er að þessi réttarhöld fari eðlilega fram og að af þeim sé fréttaflutningur og að þau séu opin að því leyti en að öðru leyti tekur Landsdómur ákvörðun um hvernig staðið er að þessum málum," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Landsdómur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Hafi einhvern tímann verið ástæða til að nýta undanþágur til að senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu. Þetta segir sagnfræðingur en dýrmætar heimildir eru að myndast sem öruggara er að geta stuðst við milliliðalaust. Landsdómur hafnaði í morgun beiðni fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis um leyfi til að senda réttarhöldin yfir Geir H. Haarde út í beinni útsendingu. Þrátt fyrir að óheimilt sé samkvæmt lögum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi í sakamáli þá geta dómarar veitt undanþágur frá banninu ef sérstaklega stendur á. „Manni finnst að hafi einhvern tímann verið ástæða til þess að nýta þær þá sé það nú, ekki síst í ljósi þess að bæði saksóknari og sakborningur hafa sagt að það sé þeim að meinalausu að það sé útvarpað og sjónvarpað og áhuginn er slíkur," Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Aðeins 70 áhorfendur mega vera í dómsal og þurftu nokkrir frá að bíða eftir að komast inn í salinn eða frá að hverfa í dag. Vitnaleiðslurnar í Landsdómi eru teknar upp. Þær verða þó ekki aðgengilegar almenningi næstu áratugina. Guðni segir að til að átta sig á eðli og umfangi efnahagshrunsins þá séu við réttarhöldin að myndast dýrmætar heimildir til frekari rannsókna. „Það væri miklu öruggara að geta stuðst við frásagnir þeirra sem þarna eru leiddir eru upp í vitnastúku án milliliða," segir Guðni. Innanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við að ekki sé leyft að sjónvarpa úr dómssal. „Aðalmálið er að þessi réttarhöld fari eðlilega fram og að af þeim sé fréttaflutningur og að þau séu opin að því leyti en að öðru leyti tekur Landsdómur ákvörðun um hvernig staðið er að þessum málum," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Landsdómur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira