Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefst í þjóðmenningarhúsinu klukkan níu.
Bein útsending verður á Vísi frá klukkan 8:40 þar sem rætt verður við þau Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing og Kristínu Edwald formann Lögfræðingafélag Íslands um málið og síðan munu fréttamenn koma inn í beina útsendingu Vísis á klukkutíma fresti fram að hádegi.
Bylgjan mun að sjálfsögðu einnig greina frá framvindu mála í fréttatímunum á klukkustundar fresti.
Smelltu á hlekkinn með þessari frétt til þess að fylgjast með útsendingunni eða horfðu á hana á forsíðu Vísis.
Innlent