Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun 4. mars 2012 19:47 Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun. Hæstaréttarlögmaður segir hæpið að þeir ákæruliðir sem eftir standi geti leitt til sakfellingar. Hann segir að Geir Haarde og fyrrverandi ríkisstjórn hans hafi tekist að afstýra miklu tjóni fyrir íslenska þjóð með neyðarlögunum. Ef sakfella eigi Geir fyrir aðgerðaleysi verði að benda á nákvæmar aðgerðir sem hann átti að stuðla að í aðdraganda hrunsins og hvaða þýðingu þær hefðu haft. Hinn 28. september 2010 samþykkti Alþingi málshöfðun á hendur Geir með 33 atkvæðum gegn 30. Í dönsku stjórnarskránni er gert ráð fyrir dómstól sem er oft sagður fyrirmynd Landsdóms, en hann hefur fjórum sinnum verið kallaður saman þar í landi, síðast árið 1995 í svokölluðu Tamílamáli, en hafði þar á undan ekki komið saman frá 1910. Málshöfðun gegn Geir byggir á lögum um ráðherraábyrgð frá 1963 en þau heimila að ráðherra sé dreginn til ábyrgðar fyrir vanrækslu ef viðkomandi hefur með ásetningi eða af stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrána, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu. Ákvæðið í lögunum er í raun undantekning frá meginreglunni um ásetning, en samkvæmt lögunum dugar athafnaleysi, eða stórkostlegt hirðuleysi eins og það er orðað, til sakfellingar. Ákæra á hendur Geir í sex liðum var gefin út hinn 10. maí á síðasta ári. Með úrskurði Landsdóms frá 3. október var tveimur fyrstu ákæruliðunum vísað frá dómi. Þeir sem standa eftir eru eru ákæra - „fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri." „Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi." „Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins." Í síðasta ákæruliðnum sem eftir stendur og Landsdómur taldi ekki ástæðu til að vísa frá heldur er Geir sakaður um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Í þessum ákærulið er m.a sérstaklega vísað til fundar sem Geir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni Mathiesen áttu með Davíð Oddssyni þáverandi seðlabankastjóra 7. febrúar 2008 þar sem hinn síðastnefndi á að hafa varað við yfirvofandi vanda bankanna. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður sem hefur engin tengsl við málið, segir sakarefnin heldur rýr og of almennt orðuð til að það geti leitt til sakfellingar. „Eftir að hafa skoðað þá ákæruliði búið er að vísa frá og þá sem sitja eftir þá get ég ekki séð að það sé hægt að sakfella fyrrverandi forsætisráðherra á grundvelli þessarar ákæru." Sigurður segir að hvergi komi fram hvað það var sem Geir átti að gera. Aðgerðaleysi sé gagnrýnt en ekki komi nægilega skýrt fram hvaða aðgerðir þetta voru sem forsætisráðherra átti að gripa til. Hann segir að það liggi fyrir að unnið hafi verið markvisst að því að leysa úr þeim vanda sem íslenskt efnahagslíf var komið í á árinu 2008 og allir hafi unnið í góðri trú að því, sem á endanum hafi birst í setningu neyðarlaganna. „Ég held að ríkisstjórnin og Geir Haarde sem fluttu þetta frumvarp hafi bjargað þjóðinni frá ómældu tjóni," segir Sigurður. Aðalmeðferð Landsdómsmálinu hefst kl. 9 í fyrramálið þegar tekin verður skýrsla af Geir. Landsdómur Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun. Hæstaréttarlögmaður segir hæpið að þeir ákæruliðir sem eftir standi geti leitt til sakfellingar. Hann segir að Geir Haarde og fyrrverandi ríkisstjórn hans hafi tekist að afstýra miklu tjóni fyrir íslenska þjóð með neyðarlögunum. Ef sakfella eigi Geir fyrir aðgerðaleysi verði að benda á nákvæmar aðgerðir sem hann átti að stuðla að í aðdraganda hrunsins og hvaða þýðingu þær hefðu haft. Hinn 28. september 2010 samþykkti Alþingi málshöfðun á hendur Geir með 33 atkvæðum gegn 30. Í dönsku stjórnarskránni er gert ráð fyrir dómstól sem er oft sagður fyrirmynd Landsdóms, en hann hefur fjórum sinnum verið kallaður saman þar í landi, síðast árið 1995 í svokölluðu Tamílamáli, en hafði þar á undan ekki komið saman frá 1910. Málshöfðun gegn Geir byggir á lögum um ráðherraábyrgð frá 1963 en þau heimila að ráðherra sé dreginn til ábyrgðar fyrir vanrækslu ef viðkomandi hefur með ásetningi eða af stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrána, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu. Ákvæðið í lögunum er í raun undantekning frá meginreglunni um ásetning, en samkvæmt lögunum dugar athafnaleysi, eða stórkostlegt hirðuleysi eins og það er orðað, til sakfellingar. Ákæra á hendur Geir í sex liðum var gefin út hinn 10. maí á síðasta ári. Með úrskurði Landsdóms frá 3. október var tveimur fyrstu ákæruliðunum vísað frá dómi. Þeir sem standa eftir eru eru ákæra - „fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri." „Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi." „Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins." Í síðasta ákæruliðnum sem eftir stendur og Landsdómur taldi ekki ástæðu til að vísa frá heldur er Geir sakaður um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Í þessum ákærulið er m.a sérstaklega vísað til fundar sem Geir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni Mathiesen áttu með Davíð Oddssyni þáverandi seðlabankastjóra 7. febrúar 2008 þar sem hinn síðastnefndi á að hafa varað við yfirvofandi vanda bankanna. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður sem hefur engin tengsl við málið, segir sakarefnin heldur rýr og of almennt orðuð til að það geti leitt til sakfellingar. „Eftir að hafa skoðað þá ákæruliði búið er að vísa frá og þá sem sitja eftir þá get ég ekki séð að það sé hægt að sakfella fyrrverandi forsætisráðherra á grundvelli þessarar ákæru." Sigurður segir að hvergi komi fram hvað það var sem Geir átti að gera. Aðgerðaleysi sé gagnrýnt en ekki komi nægilega skýrt fram hvaða aðgerðir þetta voru sem forsætisráðherra átti að gripa til. Hann segir að það liggi fyrir að unnið hafi verið markvisst að því að leysa úr þeim vanda sem íslenskt efnahagslíf var komið í á árinu 2008 og allir hafi unnið í góðri trú að því, sem á endanum hafi birst í setningu neyðarlaganna. „Ég held að ríkisstjórnin og Geir Haarde sem fluttu þetta frumvarp hafi bjargað þjóðinni frá ómældu tjóni," segir Sigurður. Aðalmeðferð Landsdómsmálinu hefst kl. 9 í fyrramálið þegar tekin verður skýrsla af Geir.
Landsdómur Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira