Red Bull flýgur uppfærðum bíl til Barcelona Birgir Þór Harðarson skrifar 2. mars 2012 22:37 Heimsmeistarinn vonast til að geta hafið titilvörn sína með sigri í Ástralíu. Til þess þarf hann keppnishæfan fák sem Red Bull mun áreiðanlega skaffa honum. nordicphotos/afp Síðasta æfingalota Formúlu 1 liða áður en keppnistímabilið hefst þann 18. mars er í fullum gangi í Barcelona á Spáni. Í gær og í dag var Roman Grosjean á Lotus fljótastur þeirra 10 liða sem æfa. Með hverjum æfingadeginum sem líður skýrist staða liðanna gagnvart hvort öðru og eru sérfróðir nú enn sannfærðari um að baráttan verði jöfn í ár. Á æfingunum, sem öll liðin nema Marussia og HRT taka þátt í, reyna liðin að auka skilning sinn á bílunum. Í þessari síðustu æfingalotu er athyglinni enn frekar beint að keppnishraða og öðrum þáttum sem þurfa að vera 100% í keppnum ársins eins og viðgerðahlé, ræsingar og nýting dekkjanna. Raunar er HRT að berjast við að setja saman keppnisbíl sinn í verksmiðjum sínum í Madrid og stefna á að koma honum á brautina á sunnudag. "Það má ekkert útaf bregða því þá getum við gleymt þessu," sagði stjórnandi hjá liðinu í dag. Bíllinn féll á árekstrarprófi FIA í febrúar og er ekki enn kominn af tjökkunum og út á braut. Þá er von á uppfærðum Red Bull bíl með flugi í kvöld. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vill ekki dæma tækið fyrr en hann hefur reynt uppfærslurnar. "Uuu, ég hef ekki séð neitt," sagði glottandi Vettel, aðspurður hvort áhorfendur myndu geta séð einhvern mun á bílunum á morgun. Það er aldrei að vita hvort Red Bull lumi á einhverju hernaðarleyndarmáli rétt í lok undirbúningsins. Síðasta æfingalotan heldur áfram á morgun og sunnudag. Liðin halda þá í greni sín og gera ökutækin keppnishæf fyrir fyrsta mótið í Ástralíu þann 18. mars. Formúla Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Síðasta æfingalota Formúlu 1 liða áður en keppnistímabilið hefst þann 18. mars er í fullum gangi í Barcelona á Spáni. Í gær og í dag var Roman Grosjean á Lotus fljótastur þeirra 10 liða sem æfa. Með hverjum æfingadeginum sem líður skýrist staða liðanna gagnvart hvort öðru og eru sérfróðir nú enn sannfærðari um að baráttan verði jöfn í ár. Á æfingunum, sem öll liðin nema Marussia og HRT taka þátt í, reyna liðin að auka skilning sinn á bílunum. Í þessari síðustu æfingalotu er athyglinni enn frekar beint að keppnishraða og öðrum þáttum sem þurfa að vera 100% í keppnum ársins eins og viðgerðahlé, ræsingar og nýting dekkjanna. Raunar er HRT að berjast við að setja saman keppnisbíl sinn í verksmiðjum sínum í Madrid og stefna á að koma honum á brautina á sunnudag. "Það má ekkert útaf bregða því þá getum við gleymt þessu," sagði stjórnandi hjá liðinu í dag. Bíllinn féll á árekstrarprófi FIA í febrúar og er ekki enn kominn af tjökkunum og út á braut. Þá er von á uppfærðum Red Bull bíl með flugi í kvöld. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vill ekki dæma tækið fyrr en hann hefur reynt uppfærslurnar. "Uuu, ég hef ekki séð neitt," sagði glottandi Vettel, aðspurður hvort áhorfendur myndu geta séð einhvern mun á bílunum á morgun. Það er aldrei að vita hvort Red Bull lumi á einhverju hernaðarleyndarmáli rétt í lok undirbúningsins. Síðasta æfingalotan heldur áfram á morgun og sunnudag. Liðin halda þá í greni sín og gera ökutækin keppnishæf fyrir fyrsta mótið í Ástralíu þann 18. mars.
Formúla Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira