Red Bull flýgur uppfærðum bíl til Barcelona Birgir Þór Harðarson skrifar 2. mars 2012 22:37 Heimsmeistarinn vonast til að geta hafið titilvörn sína með sigri í Ástralíu. Til þess þarf hann keppnishæfan fák sem Red Bull mun áreiðanlega skaffa honum. nordicphotos/afp Síðasta æfingalota Formúlu 1 liða áður en keppnistímabilið hefst þann 18. mars er í fullum gangi í Barcelona á Spáni. Í gær og í dag var Roman Grosjean á Lotus fljótastur þeirra 10 liða sem æfa. Með hverjum æfingadeginum sem líður skýrist staða liðanna gagnvart hvort öðru og eru sérfróðir nú enn sannfærðari um að baráttan verði jöfn í ár. Á æfingunum, sem öll liðin nema Marussia og HRT taka þátt í, reyna liðin að auka skilning sinn á bílunum. Í þessari síðustu æfingalotu er athyglinni enn frekar beint að keppnishraða og öðrum þáttum sem þurfa að vera 100% í keppnum ársins eins og viðgerðahlé, ræsingar og nýting dekkjanna. Raunar er HRT að berjast við að setja saman keppnisbíl sinn í verksmiðjum sínum í Madrid og stefna á að koma honum á brautina á sunnudag. "Það má ekkert útaf bregða því þá getum við gleymt þessu," sagði stjórnandi hjá liðinu í dag. Bíllinn féll á árekstrarprófi FIA í febrúar og er ekki enn kominn af tjökkunum og út á braut. Þá er von á uppfærðum Red Bull bíl með flugi í kvöld. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vill ekki dæma tækið fyrr en hann hefur reynt uppfærslurnar. "Uuu, ég hef ekki séð neitt," sagði glottandi Vettel, aðspurður hvort áhorfendur myndu geta séð einhvern mun á bílunum á morgun. Það er aldrei að vita hvort Red Bull lumi á einhverju hernaðarleyndarmáli rétt í lok undirbúningsins. Síðasta æfingalotan heldur áfram á morgun og sunnudag. Liðin halda þá í greni sín og gera ökutækin keppnishæf fyrir fyrsta mótið í Ástralíu þann 18. mars. Formúla Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Síðasta æfingalota Formúlu 1 liða áður en keppnistímabilið hefst þann 18. mars er í fullum gangi í Barcelona á Spáni. Í gær og í dag var Roman Grosjean á Lotus fljótastur þeirra 10 liða sem æfa. Með hverjum æfingadeginum sem líður skýrist staða liðanna gagnvart hvort öðru og eru sérfróðir nú enn sannfærðari um að baráttan verði jöfn í ár. Á æfingunum, sem öll liðin nema Marussia og HRT taka þátt í, reyna liðin að auka skilning sinn á bílunum. Í þessari síðustu æfingalotu er athyglinni enn frekar beint að keppnishraða og öðrum þáttum sem þurfa að vera 100% í keppnum ársins eins og viðgerðahlé, ræsingar og nýting dekkjanna. Raunar er HRT að berjast við að setja saman keppnisbíl sinn í verksmiðjum sínum í Madrid og stefna á að koma honum á brautina á sunnudag. "Það má ekkert útaf bregða því þá getum við gleymt þessu," sagði stjórnandi hjá liðinu í dag. Bíllinn féll á árekstrarprófi FIA í febrúar og er ekki enn kominn af tjökkunum og út á braut. Þá er von á uppfærðum Red Bull bíl með flugi í kvöld. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vill ekki dæma tækið fyrr en hann hefur reynt uppfærslurnar. "Uuu, ég hef ekki séð neitt," sagði glottandi Vettel, aðspurður hvort áhorfendur myndu geta séð einhvern mun á bílunum á morgun. Það er aldrei að vita hvort Red Bull lumi á einhverju hernaðarleyndarmáli rétt í lok undirbúningsins. Síðasta æfingalotan heldur áfram á morgun og sunnudag. Liðin halda þá í greni sín og gera ökutækin keppnishæf fyrir fyrsta mótið í Ástralíu þann 18. mars.
Formúla Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira