Barrichello: Börnin sannfærðu konuna Birgir Þór Harðarson skrifar 1. mars 2012 23:30 Barrichello mun keppa í Bandaríkjunum í ár. Formúlu 1 ferill hans lauk snögglega þegar hann fór samningslaus inn í veturinn. nordicphotos/afp Rubens Barrichello mun aka í bandarísku mótaröðinni IndyCar í ár fyrir KV Racing liðið. Barrichello hefur reynsluekið undanfarnar vikur fyrir liðið og sannfært þá um hraða sinn og eldmóð. Barrichello fékk samning sinn ekki endurnýjaðan hjá Williams liðinu í Formúlu 1 fyrir þetta tímabil en hann hefur ekið í Formúlunni allar götur síðan 1993. Rubens ók á ferli sínum í Formúlu 1 fyrir Jordan, Stewart, Ferrari, Honda, Brawn GP og nú síðast fyrir Williams. Hinn ökumaður KV Racing er Brasilíumaðurinn Tony Kanaan sem einnig hefur gríðarlega reynslu í kappakstri. Sá hefur ekið í efstu deild bandarísks mótorsports síðan 1998. Barrichello tekur við af öðrum fyrrum Formúlu 1 ökumanni, Takuma Sato, sem hefur átt erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum, aldrei unnið mót og lent í mörgum óhöppum. "Börnin mín sannfærðu eiginkonuna," sagði Rubens á blaðamannafundi KV Racing í dag þegar hann var spurður hvort hann hafði rætt við fjölskylduna um vistaskiptin og fengið leyfi til að keppa heilt tímabil. Formúla Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Rubens Barrichello mun aka í bandarísku mótaröðinni IndyCar í ár fyrir KV Racing liðið. Barrichello hefur reynsluekið undanfarnar vikur fyrir liðið og sannfært þá um hraða sinn og eldmóð. Barrichello fékk samning sinn ekki endurnýjaðan hjá Williams liðinu í Formúlu 1 fyrir þetta tímabil en hann hefur ekið í Formúlunni allar götur síðan 1993. Rubens ók á ferli sínum í Formúlu 1 fyrir Jordan, Stewart, Ferrari, Honda, Brawn GP og nú síðast fyrir Williams. Hinn ökumaður KV Racing er Brasilíumaðurinn Tony Kanaan sem einnig hefur gríðarlega reynslu í kappakstri. Sá hefur ekið í efstu deild bandarísks mótorsports síðan 1998. Barrichello tekur við af öðrum fyrrum Formúlu 1 ökumanni, Takuma Sato, sem hefur átt erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum, aldrei unnið mót og lent í mörgum óhöppum. "Börnin mín sannfærðu eiginkonuna," sagði Rubens á blaðamannafundi KV Racing í dag þegar hann var spurður hvort hann hafði rætt við fjölskylduna um vistaskiptin og fengið leyfi til að keppa heilt tímabil.
Formúla Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira