Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 29-24 Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2012 14:11 FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin. Gestirnir úr Safamýrinni voru sterkari til að byrja með og það sást greinilega að liðið ætlaði sér að bæta upp fyrir hamfarirnar í höllinni um síðustu helgi. Liðið stillti upp í virkilega framliggjandi varnarleik sem FH-ingar réðu illa við. Skot heimamann voru oft á tíðum tekinn lengst utan af velli og því auðveld fyrir markverði Fram. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru heimamenn að keyra upp hraðann og náðu að komast í takt leikinn með auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Staðan var því 15-15 í hálfleik og allt benti til að sá síðari yrði spennandi. FH-ingar voru mikið mun ákveðnari í seinni hálfleiknum og léku fínan handbolta. Leikur liðsins hélt áfram að batna og þeir náðu góðum tökum á leiknum um miðbik síðari hálfleiks. Framarar héldu samt sem áður áfram að berjast eins og skepnur og gáfust aldrei upp. Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum, en þá hrökk FH-vélin almennilega í gang. Leiknum lauk að lokum með öruggum sigri FH, 29-24, og liðið komið á toppinn í N1-deildinni ásamt Haukum. Framarar eru enn með 17 stig í fjórða sætinu.Einar Andri: Héldum alltaf í okkar skipulag „Þetta var mjög jafn leikur og mikil barátta," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var rosalega jafnt í fyrri hálfleiknum og þeir leiddu svona til að byrja með. Síðan small þetta bara allt hjá okkur í þeim síðari". „Þann kom upp frábær barátta og vilji í síðari hálfleik og það skilaði þessum sigri. Við breyttum engu í síðari hálfleik, héldum bara áfram að gera okkar og það hafðist að lokum". „Við ætlum okkur að vera í efsta sæti í deildinni og því var það rosalega mikilvægur sigur," sagði Einar Andri að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Einar: Eintómir úrslitaleikir eftir „Við hleyptum leiknum bara upp hérna í lokin en þetta var alltaf spennandi," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þetta var bara hörkuleikur allan tíman, þeir bara rétt brutu ísinn undir lokin þegar FH komst tveim mörkum yfir". „Þrátt fyrir tap þá er ég bara býsna ánægður með liðið. Við sýndum góðan anda í kvöld og lékum sem lið og töpuðum sem lið en liðheildin hefur ekki verið nægilega góð að undanförnu". „Við nýtum illa þegar liðið er einum fleiri og það kostaði okkur þennan leik vill ég meina. Það eru bara eintómir úrslitaleikir eftir af þessu móti og við megum ekkert misstíga okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin. Gestirnir úr Safamýrinni voru sterkari til að byrja með og það sást greinilega að liðið ætlaði sér að bæta upp fyrir hamfarirnar í höllinni um síðustu helgi. Liðið stillti upp í virkilega framliggjandi varnarleik sem FH-ingar réðu illa við. Skot heimamann voru oft á tíðum tekinn lengst utan af velli og því auðveld fyrir markverði Fram. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru heimamenn að keyra upp hraðann og náðu að komast í takt leikinn með auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Staðan var því 15-15 í hálfleik og allt benti til að sá síðari yrði spennandi. FH-ingar voru mikið mun ákveðnari í seinni hálfleiknum og léku fínan handbolta. Leikur liðsins hélt áfram að batna og þeir náðu góðum tökum á leiknum um miðbik síðari hálfleiks. Framarar héldu samt sem áður áfram að berjast eins og skepnur og gáfust aldrei upp. Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum, en þá hrökk FH-vélin almennilega í gang. Leiknum lauk að lokum með öruggum sigri FH, 29-24, og liðið komið á toppinn í N1-deildinni ásamt Haukum. Framarar eru enn með 17 stig í fjórða sætinu.Einar Andri: Héldum alltaf í okkar skipulag „Þetta var mjög jafn leikur og mikil barátta," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var rosalega jafnt í fyrri hálfleiknum og þeir leiddu svona til að byrja með. Síðan small þetta bara allt hjá okkur í þeim síðari". „Þann kom upp frábær barátta og vilji í síðari hálfleik og það skilaði þessum sigri. Við breyttum engu í síðari hálfleik, héldum bara áfram að gera okkar og það hafðist að lokum". „Við ætlum okkur að vera í efsta sæti í deildinni og því var það rosalega mikilvægur sigur," sagði Einar Andri að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Einar: Eintómir úrslitaleikir eftir „Við hleyptum leiknum bara upp hérna í lokin en þetta var alltaf spennandi," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þetta var bara hörkuleikur allan tíman, þeir bara rétt brutu ísinn undir lokin þegar FH komst tveim mörkum yfir". „Þrátt fyrir tap þá er ég bara býsna ánægður með liðið. Við sýndum góðan anda í kvöld og lékum sem lið og töpuðum sem lið en liðheildin hefur ekki verið nægilega góð að undanförnu". „Við nýtum illa þegar liðið er einum fleiri og það kostaði okkur þennan leik vill ég meina. Það eru bara eintómir úrslitaleikir eftir af þessu móti og við megum ekkert misstíga okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira