Button hafnar fingri Vettels Birgir Þór Harðarson skrifar 19. mars 2012 17:59 Button vonar að hann fái aðeins meiri æfingu í að gera merkið sitt, enda krefst það fullmótunar. nordicphotos/afp Jenson Button vann ástralska kappasturinn um helgina örugglega og kynnti fyrir áhorfendum sitt persónulega merki sem er einfaldlega bókstafurinn "W" sem einfaldlega stendur fyrir "win". Sebastian Vettel hafði gríðarlega yfirburði í mótum síðasta árs og á sitt eigið merki sem er einfaldlega vísifingur upp í loftið, merki fyrir fyrsta sætið. Button segist ætla að halda vísifingri Vettels í skefjum í mótum ársins. "Ég á eftir að fullkomna merkið mitt," sagði Button. "Ég er að gera ráð fyrir að fá þónokkra æfingu í næstu mótum. Við höfum ekki áhuga á fingri Vettels í ár og ég vona að við getum einfaldlega hafnað honum." Vettel brást vel við ásetningi Buttons og sagði fjölmiðlum hlæjandi: "Ég vil sigra og ég held að það sé ekki mjög langt þar til ég geri það aftur." Liðin pakka nú saman í Ástralíu og færa sig yfir til Malasíu þar sem keppt verður á Sepang brautinni rétt fyrir utan höfuðborg landsins, Kúala Lúmpúr. Vettel er sannfærður um að Red Bull liðið geti veitt McLaren jafn mikla, ef ekki meiri, samkeppni og í Ástralíu. "Það er enginn í vafa um að Jenson átti sigurinn í Ástralíu skilinn - við áttum ekki roð í hann - en leikurinn verður öðruvísi í Malasíu." Formúla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button vann ástralska kappasturinn um helgina örugglega og kynnti fyrir áhorfendum sitt persónulega merki sem er einfaldlega bókstafurinn "W" sem einfaldlega stendur fyrir "win". Sebastian Vettel hafði gríðarlega yfirburði í mótum síðasta árs og á sitt eigið merki sem er einfaldlega vísifingur upp í loftið, merki fyrir fyrsta sætið. Button segist ætla að halda vísifingri Vettels í skefjum í mótum ársins. "Ég á eftir að fullkomna merkið mitt," sagði Button. "Ég er að gera ráð fyrir að fá þónokkra æfingu í næstu mótum. Við höfum ekki áhuga á fingri Vettels í ár og ég vona að við getum einfaldlega hafnað honum." Vettel brást vel við ásetningi Buttons og sagði fjölmiðlum hlæjandi: "Ég vil sigra og ég held að það sé ekki mjög langt þar til ég geri það aftur." Liðin pakka nú saman í Ástralíu og færa sig yfir til Malasíu þar sem keppt verður á Sepang brautinni rétt fyrir utan höfuðborg landsins, Kúala Lúmpúr. Vettel er sannfærður um að Red Bull liðið geti veitt McLaren jafn mikla, ef ekki meiri, samkeppni og í Ástralíu. "Það er enginn í vafa um að Jenson átti sigurinn í Ástralíu skilinn - við áttum ekki roð í hann - en leikurinn verður öðruvísi í Malasíu."
Formúla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira