Formúla 1

Maldonado: Stóru liðin ekki langt undan

Birgir Þór Harðarson skrifar
Pastor Maldonado segir liðs sitt ekki vera langt á eftir stóru liðunum. Árangur og hraði Maldonado í Williams-Renault bílnum kom mjög á óvart.

Williams liðið hefur átt mjög erfið ár í Formúlunni undanfarið og á í fjárhagsvandræðum í ofanálag. Hraði Maldonados býr því til von meðal Williams manna að nýji bílinn sé nógu góður til að ná reglulega í stig í mótum ársins.

"Næsta helgi verður áhugaverð fyrir alla," sagði Maldonado. "McLaren og Red Bull líta vel út, en við erum ekkert svo langt á eftir."

Maldonado geri sig sekan um akstursmistök í síðasta hring mótsins í Ástralíu og klessti bílinn svo hann gat ekki klárað kappaksturinn. "Liðið er sannfært. Við þurfum þessi stig en við erum samt rólegir því við stóðum okkur vel í Ástralíu."

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá árekstur Maldonado í síðasta hring ástralska kappakstursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×