Skagamenn og Borgnesingar unnu fyrstu leikina í úrslitakeppninni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. mars 2012 21:47 Skagamenn taka á móti Hamar á sunnudagskvöld. Mynd / Kolbrún Ingvarsdóttir Nágrannaliðin ÍA og Skallagrímur lögðu andstæðinga sína í fyrstu leikjum úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Skagamenn lögðu Hvergerðinga á útivelli 77-93 en Borgnesingar lögðu Hött á heimavelli 105-99. Skagamenn höfðu frumkvæðið frá upphafi í Hveragerði. Þeir leiddu með 24 stigum í hálfleik en heimamenn klóruðu í bakkann í síðari hálfleik. Skagamenn léku síðast í efstu deild árið 2000. Hamar féll úr efstu deild á síðustu leiktíð. Næsti leikur liðanna fer fram á Skaganum á sunnudagskvöld. Borgnesingar unnu nauman heimasigurBorgnesingar unnu nauman sigur á Hetti í jöfnum leik liðanna í Borgarnesi. Heimamenn leiddu með sjö stigum í hálfleik og tólf stigum fyrir lokaleikhlutann. Þann mun tókst gestunum ekki að brúa. Skallagrímur lék síðast í efstu deild tímabilið 2008-2009. Höttur hefur einu sinni leikið á meðal þeirra bestu. Það var leiktíðina 2005-2006. Næsti leikur liðanna fer fram á Egilstöðum á sunnudag. Tölfræði úr leikjunumHamar-ÍA 77-93 (12-29, 17-21, 26-20, 22-23)Tölfræði Hamars: Louie Arron Kirkman 19/9 fráköst, Lárus Jónsson 16, Calvin Wooten 13/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 10/9 fráköst/3 varin skot, Halldór Gunnar Jónsson 7, Bjarni Rúnar Lárusson 6, Björgvin Jóhannesson 4, Svavar Páll Pálsson 2/9 fráköst.Tölfræði ÍA: Terrence Watson 25/16 fráköst/3 varin skot, Áskell Jónsson 22/6 fráköst, Hörður Kristján Nikulásson 15/4 fráköst, Lorenzo Lee McClelland 13, Sigurður Rúnar Sigurðsson 9, Dagur Þórisson 6, Trausti Freyr Jónsson 2/5 stoðsendingar, Ómar Örn Helgason 1. Skallagrímur-Höttur 105-99 (31-27, 18-15, 31-26, 25-31)Tölfræði Skallagríms: Darrell Flake 29/17 fráköst, Lloyd Harrison 26/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hörður Helgi Hreiðarsson 21/8 fráköst/10 stoðsendingar, Danny Rashad Sumner 13/4 fráköst, Egill Egilsson 5/6 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 4, Sigmar Egilsson 3, Davíð Ásgeirsson 3, Birgir Þór Sverrisson 1, Elfar Már Ólafsson 0, Óðinn Guðmundsson 0, Elvar Þór Sigurjónsson 0.Tölfræði Hattar: Trevon Bryant 23/17 fráköst/4 varin skot, Michael Sloan 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Viðar Örn Hafsteinsson 17/6 stoðsendingar, Andrés Kristleifsson 17/5 fráköst, Bjarki Ármann Oddsson 9, Sigmar Hákonarson 5/5 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 4, Kristinn Harðarson 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Nágrannaliðin ÍA og Skallagrímur lögðu andstæðinga sína í fyrstu leikjum úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Skagamenn lögðu Hvergerðinga á útivelli 77-93 en Borgnesingar lögðu Hött á heimavelli 105-99. Skagamenn höfðu frumkvæðið frá upphafi í Hveragerði. Þeir leiddu með 24 stigum í hálfleik en heimamenn klóruðu í bakkann í síðari hálfleik. Skagamenn léku síðast í efstu deild árið 2000. Hamar féll úr efstu deild á síðustu leiktíð. Næsti leikur liðanna fer fram á Skaganum á sunnudagskvöld. Borgnesingar unnu nauman heimasigurBorgnesingar unnu nauman sigur á Hetti í jöfnum leik liðanna í Borgarnesi. Heimamenn leiddu með sjö stigum í hálfleik og tólf stigum fyrir lokaleikhlutann. Þann mun tókst gestunum ekki að brúa. Skallagrímur lék síðast í efstu deild tímabilið 2008-2009. Höttur hefur einu sinni leikið á meðal þeirra bestu. Það var leiktíðina 2005-2006. Næsti leikur liðanna fer fram á Egilstöðum á sunnudag. Tölfræði úr leikjunumHamar-ÍA 77-93 (12-29, 17-21, 26-20, 22-23)Tölfræði Hamars: Louie Arron Kirkman 19/9 fráköst, Lárus Jónsson 16, Calvin Wooten 13/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 10/9 fráköst/3 varin skot, Halldór Gunnar Jónsson 7, Bjarni Rúnar Lárusson 6, Björgvin Jóhannesson 4, Svavar Páll Pálsson 2/9 fráköst.Tölfræði ÍA: Terrence Watson 25/16 fráköst/3 varin skot, Áskell Jónsson 22/6 fráköst, Hörður Kristján Nikulásson 15/4 fráköst, Lorenzo Lee McClelland 13, Sigurður Rúnar Sigurðsson 9, Dagur Þórisson 6, Trausti Freyr Jónsson 2/5 stoðsendingar, Ómar Örn Helgason 1. Skallagrímur-Höttur 105-99 (31-27, 18-15, 31-26, 25-31)Tölfræði Skallagríms: Darrell Flake 29/17 fráköst, Lloyd Harrison 26/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hörður Helgi Hreiðarsson 21/8 fráköst/10 stoðsendingar, Danny Rashad Sumner 13/4 fráköst, Egill Egilsson 5/6 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 4, Sigmar Egilsson 3, Davíð Ásgeirsson 3, Birgir Þór Sverrisson 1, Elfar Már Ólafsson 0, Óðinn Guðmundsson 0, Elvar Þór Sigurjónsson 0.Tölfræði Hattar: Trevon Bryant 23/17 fráköst/4 varin skot, Michael Sloan 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Viðar Örn Hafsteinsson 17/6 stoðsendingar, Andrés Kristleifsson 17/5 fráköst, Bjarki Ármann Oddsson 9, Sigmar Hákonarson 5/5 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 4, Kristinn Harðarson 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira