Lið & ökumenn: Red Bull, McLaren og Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 15. mars 2012 17:00 Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. Alls munu tólf lið ræsa í Ástralíu. Þau eru Red Bull, McLaren, Ferrari, Mercedes, Lotus, Force India, Sauber, Torro Rosso, Williams, Caterham, HRT og Marussia. Tímabilið spannar 20 mót og hafa þau aldrei verið fleiri á einu tímabili. Viku eftir ástralska kappaksturinn er flogið til Malasíu og ekið á Sepang brautinni. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri. Red Bull RacingSíðan árið 2005 hefur Red Bull tekið þátt í Formúlu 1 og hefur liðstjóranum Christian Horner tekist að byggja upp ógnarsterkt lið. Með Adrian Newey, sigursælast hönnuð í mótaröðinni, innanborðs er liðið talið lang sigurstranglegast á ráslínunni. Ekki skemmir að hafa Sebastian Vettel sem mætir fílelfdur til leiks í leit að þriðja heimsmeistaratitli sínum í röð. Mark Webber mun þó reyna að sjá til þess að takmark Vettels mistakist - allavega á meðan hann sjálfur á möguleik á titlinum. Undirbúningstímabil liðsins hefur þó verið nokkuð strembið og eru margar vísbendingar um að yfirburðir liðsins verði alls ekki eins miklir og þeir voru í fyrra. Mark Webber sagði við fjölmiðla í Ástralíu í vikunni að Red Bull liðið hefði veikleika. Hvort hér sé aðeins um hernaðarbrögð að ræða verður ekki fullyrt hér. Vodafone McLaren MercedesMeð Jenson Button og Lewis Hamilton um borð ætti McLaren að geta veitt Red Bull mestu samkeppnina í ár. Báðir ökumenn liðsins hafa orðið heimsmeistarar. Raunar fékk Jenson Button flest stig allra seinni hluta tímabilsins í fyrra. Lewis Hamilton upplifði hins vegar sitt erfiðasta tímabil á ferlinum. Fjölmiðlar hafa skrifað erfiðleika Hamiltons á einkalífið sem hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel síðan hann varð heimsmeistari árið 2008. Hann kemur þó vel undan vetri, hefur fengið ráðrúm til að hreinsa hugann og ætti að geta fullnýtt ótrúlega hæfileika sína í titilbaráttunni. Þá lítur bíllinn vel út, árennilegur og áreiðanlegur. Undirbúningstímabilið hefur gengið vel og gefur von um góða byrjun McLaren liðsins í ár. Scuderia Ferrari MarlboroErfiðleikar með rótæka hönnun F2012 bílsins hafa plagað Ferrari liðið í ár. Útlit er fyrir að liðið verði í eltingaleik við Red Bull, McLaren og Mercedes í byrjun tímabils. Ekki má þó gleyma að Fernando Alonso hefur áður sýnt að hann getur framkvæmt galdra í hvaða ökutæki sem er. Þannig sigraði hann í Silverstone í fyrra á misheppnuðum Ferrari bíl. Árið verður hins vegar mikilvægt fyrir framtíð Felipe Massa hjá liðinu. Massa hefur ekki náð sér á strik eftir að hafa lent í alvarlegu óhappi í Ungverjalandi árið 2010. Síðan þá hefur árangurinn ekki verið Ferrari til sóma. Má Massa fara að óttast að fá ekki endurnýjaðan samning við ítalska risann standi hann sig ekki ár. Formúla Tengdar fréttir Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15 Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00 Lið & ökumenn: Mercedes, Lotus og Force India Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 14. mars 2012 14:45 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. Alls munu tólf lið ræsa í Ástralíu. Þau eru Red Bull, McLaren, Ferrari, Mercedes, Lotus, Force India, Sauber, Torro Rosso, Williams, Caterham, HRT og Marussia. Tímabilið spannar 20 mót og hafa þau aldrei verið fleiri á einu tímabili. Viku eftir ástralska kappaksturinn er flogið til Malasíu og ekið á Sepang brautinni. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri. Red Bull RacingSíðan árið 2005 hefur Red Bull tekið þátt í Formúlu 1 og hefur liðstjóranum Christian Horner tekist að byggja upp ógnarsterkt lið. Með Adrian Newey, sigursælast hönnuð í mótaröðinni, innanborðs er liðið talið lang sigurstranglegast á ráslínunni. Ekki skemmir að hafa Sebastian Vettel sem mætir fílelfdur til leiks í leit að þriðja heimsmeistaratitli sínum í röð. Mark Webber mun þó reyna að sjá til þess að takmark Vettels mistakist - allavega á meðan hann sjálfur á möguleik á titlinum. Undirbúningstímabil liðsins hefur þó verið nokkuð strembið og eru margar vísbendingar um að yfirburðir liðsins verði alls ekki eins miklir og þeir voru í fyrra. Mark Webber sagði við fjölmiðla í Ástralíu í vikunni að Red Bull liðið hefði veikleika. Hvort hér sé aðeins um hernaðarbrögð að ræða verður ekki fullyrt hér. Vodafone McLaren MercedesMeð Jenson Button og Lewis Hamilton um borð ætti McLaren að geta veitt Red Bull mestu samkeppnina í ár. Báðir ökumenn liðsins hafa orðið heimsmeistarar. Raunar fékk Jenson Button flest stig allra seinni hluta tímabilsins í fyrra. Lewis Hamilton upplifði hins vegar sitt erfiðasta tímabil á ferlinum. Fjölmiðlar hafa skrifað erfiðleika Hamiltons á einkalífið sem hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel síðan hann varð heimsmeistari árið 2008. Hann kemur þó vel undan vetri, hefur fengið ráðrúm til að hreinsa hugann og ætti að geta fullnýtt ótrúlega hæfileika sína í titilbaráttunni. Þá lítur bíllinn vel út, árennilegur og áreiðanlegur. Undirbúningstímabilið hefur gengið vel og gefur von um góða byrjun McLaren liðsins í ár. Scuderia Ferrari MarlboroErfiðleikar með rótæka hönnun F2012 bílsins hafa plagað Ferrari liðið í ár. Útlit er fyrir að liðið verði í eltingaleik við Red Bull, McLaren og Mercedes í byrjun tímabils. Ekki má þó gleyma að Fernando Alonso hefur áður sýnt að hann getur framkvæmt galdra í hvaða ökutæki sem er. Þannig sigraði hann í Silverstone í fyrra á misheppnuðum Ferrari bíl. Árið verður hins vegar mikilvægt fyrir framtíð Felipe Massa hjá liðinu. Massa hefur ekki náð sér á strik eftir að hafa lent í alvarlegu óhappi í Ungverjalandi árið 2010. Síðan þá hefur árangurinn ekki verið Ferrari til sóma. Má Massa fara að óttast að fá ekki endurnýjaðan samning við ítalska risann standi hann sig ekki ár.
Formúla Tengdar fréttir Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15 Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00 Lið & ökumenn: Mercedes, Lotus og Force India Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 14. mars 2012 14:45 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15
Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00
Lið & ökumenn: Mercedes, Lotus og Force India Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 14. mars 2012 14:45