1. umferð: Ástralski kappaksturinn 2012 Birgir Þór Harðarson skrifar 15. mars 2012 16:00 Enn á ný hefst Formúlu 1 tímabilið í Melbourne í Ástralíu. Þetta verður í 28. skiptið sem ástralski kappaksturinn er haldinn og Melbourne fyrsta mót ársins í 15. skiptið. Það stefnir í æsispennandi mótshelgi enda gaf undirbúningstímabilið óræðnar vísbendingar um hvað liðin ætla sér að gera til að sækja eða verja heimsmeistaratitilinn. Brautin í Melbourne er lögð á götum borgarinnar, í Albert Park almenningsgarðinum. Hún er flöt, hröð og veitir alla jafna nokkuð skýra mynd af því sem koma skal. Í 70 % tilvika hefur sigurvegari ástralska kappaksturins í Melbourne orðið heimsmeistari. En vegna þess hve flöt hún er kappaksturinn ekki líkamlega erfiður fyrir ökumennina. Jenson Button hefur sigrað tvisvar í Melbourne og segir brautina góða: "Brautin hefur mjög gott flæði þó hún sé götubraut, hægt er að finna góðan ryþma í keppninni og hún hefur nokkrar mjög hraðar beygjur sem einnig er óvenjulegt á götubrautum." "Veggirnir eru nógu nálægt brautinni til að maður haldi einbeitingunni. Ég man ekki eftir móti hér sem ekki kom á óvart. Þetta er því frábær staður til að hefja tímabilið." Vegna þess hve hröð hún er, og að meirihluti beygjanna séu hraðar og flæðandi, verða hægustu beygjurnar þær mikilvægustu. Beygjur 3 og 15 eru mikilvægustu svæðin. Ef smellt er á "horfa á myndskeið með frétt" má líta ráspólshring Sebastian Vettel síðan í fyrra. Hringurinn er nánast fullkominn og mætti halda að bíllin sé á járnbrautarteinum á köflum. Hringtíminn var í takt við það: 1.23,529. Annar á ráslínunni var Lewis Hamilton 0,778 sekúntum á eftir. Það ætti að skýra hversu ótrúlegan hring Vettel tókst að setja saman í fyrra.DRS svæði: Á ráskaflanum og á milli beygja 2 og 3Dekkjagerðir í boði: Meðal (prime) og mjúk (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Lewis Hamilton - McLaren 3. Vitaly Petrov - Renault Allt mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 01:30 Æfing 1 05:30 Æfing 2Laugardagur: 02:55 Æfing 3 05:50 TímatakaSunnudagur: 05:40 Ástralski kappaksturinn Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Enn á ný hefst Formúlu 1 tímabilið í Melbourne í Ástralíu. Þetta verður í 28. skiptið sem ástralski kappaksturinn er haldinn og Melbourne fyrsta mót ársins í 15. skiptið. Það stefnir í æsispennandi mótshelgi enda gaf undirbúningstímabilið óræðnar vísbendingar um hvað liðin ætla sér að gera til að sækja eða verja heimsmeistaratitilinn. Brautin í Melbourne er lögð á götum borgarinnar, í Albert Park almenningsgarðinum. Hún er flöt, hröð og veitir alla jafna nokkuð skýra mynd af því sem koma skal. Í 70 % tilvika hefur sigurvegari ástralska kappaksturins í Melbourne orðið heimsmeistari. En vegna þess hve flöt hún er kappaksturinn ekki líkamlega erfiður fyrir ökumennina. Jenson Button hefur sigrað tvisvar í Melbourne og segir brautina góða: "Brautin hefur mjög gott flæði þó hún sé götubraut, hægt er að finna góðan ryþma í keppninni og hún hefur nokkrar mjög hraðar beygjur sem einnig er óvenjulegt á götubrautum." "Veggirnir eru nógu nálægt brautinni til að maður haldi einbeitingunni. Ég man ekki eftir móti hér sem ekki kom á óvart. Þetta er því frábær staður til að hefja tímabilið." Vegna þess hve hröð hún er, og að meirihluti beygjanna séu hraðar og flæðandi, verða hægustu beygjurnar þær mikilvægustu. Beygjur 3 og 15 eru mikilvægustu svæðin. Ef smellt er á "horfa á myndskeið með frétt" má líta ráspólshring Sebastian Vettel síðan í fyrra. Hringurinn er nánast fullkominn og mætti halda að bíllin sé á járnbrautarteinum á köflum. Hringtíminn var í takt við það: 1.23,529. Annar á ráslínunni var Lewis Hamilton 0,778 sekúntum á eftir. Það ætti að skýra hversu ótrúlegan hring Vettel tókst að setja saman í fyrra.DRS svæði: Á ráskaflanum og á milli beygja 2 og 3Dekkjagerðir í boði: Meðal (prime) og mjúk (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Lewis Hamilton - McLaren 3. Vitaly Petrov - Renault Allt mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 01:30 Æfing 1 05:30 Æfing 2Laugardagur: 02:55 Æfing 3 05:50 TímatakaSunnudagur: 05:40 Ástralski kappaksturinn
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira