Sigurður: Hávaxtastefna Seðlabankans ein meginástæða hrunsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. mars 2012 11:59 Sigurður Einarsson skaut föstum skotum að Seðlabankanum þegar hann bar vitni í dag. mynd/ gva. Það eru fjórar ástæður fyrir því að Kaupþing varð eins illa úti í hruninu og raun bar vitni. Þetta sagði Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, fyrir Landsdómi í dag. Sigurður nefndi i fyrsta lagi hina alþjóðlegu kreppu sem reið yfir. „Þetta er versta kreppa sem hefur komið í um 100 ár. Ég held að það sé langsótt að telja að fyrrverandi forsætisráðherra eða einhver bankastjóri hafi getað gert eitthvað í því," sagði Sigurður. Sigurður sagði að önnur ástæðan væri „gegndalaus hávaxtastefna Seðlabankans sem hafi neytt almenning og fyrirtæki út í lántökur erlendis," eins og hann orðaði það. Peningamagn í umferð hafi aukist mjög mikið. „Það getur ekki farið öðruvísi en svo að að gengi gjaldmiðilsins hrynur," sagði Sigurður. Sigurður sagði að þetta væru tvær meginástæður þess að svo fór sem fór. Þriðja ástæðan hafi verið neyðarlögin þar sem kröfuhöfum var mismunað og lögum verið breytt. Í fjórða lagi hafi það verið yfirtaka breskra yfirvalda á Singer & Friedlander. Með þeirri yfirtöku hafi Kaupþing orðið tæknilega gjaldþrota. Skýrslutakan yfir Sigurði hófst um hálftólf. Það fækkaði dálítið í salnum eftir að Ingibjörg, sem var fyrst til að gefa skýrslu í dag, yfirgaf salinn. Langflestir stjórnmálamennirnir sem voru hér í Þjóðmenningarhúsinu eru farnir. Í staðinn komu fulltrúar frá sérstökum saksóknara sem eru að rannsaka efnahagsbrot sem Sigurður Einarsson og aðrir stjórnendur Kaupþings eru grunaðir um að vera viðriðnir. Landsdómur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Það eru fjórar ástæður fyrir því að Kaupþing varð eins illa úti í hruninu og raun bar vitni. Þetta sagði Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, fyrir Landsdómi í dag. Sigurður nefndi i fyrsta lagi hina alþjóðlegu kreppu sem reið yfir. „Þetta er versta kreppa sem hefur komið í um 100 ár. Ég held að það sé langsótt að telja að fyrrverandi forsætisráðherra eða einhver bankastjóri hafi getað gert eitthvað í því," sagði Sigurður. Sigurður sagði að önnur ástæðan væri „gegndalaus hávaxtastefna Seðlabankans sem hafi neytt almenning og fyrirtæki út í lántökur erlendis," eins og hann orðaði það. Peningamagn í umferð hafi aukist mjög mikið. „Það getur ekki farið öðruvísi en svo að að gengi gjaldmiðilsins hrynur," sagði Sigurður. Sigurður sagði að þetta væru tvær meginástæður þess að svo fór sem fór. Þriðja ástæðan hafi verið neyðarlögin þar sem kröfuhöfum var mismunað og lögum verið breytt. Í fjórða lagi hafi það verið yfirtaka breskra yfirvalda á Singer & Friedlander. Með þeirri yfirtöku hafi Kaupþing orðið tæknilega gjaldþrota. Skýrslutakan yfir Sigurði hófst um hálftólf. Það fækkaði dálítið í salnum eftir að Ingibjörg, sem var fyrst til að gefa skýrslu í dag, yfirgaf salinn. Langflestir stjórnmálamennirnir sem voru hér í Þjóðmenningarhúsinu eru farnir. Í staðinn komu fulltrúar frá sérstökum saksóknara sem eru að rannsaka efnahagsbrot sem Sigurður Einarsson og aðrir stjórnendur Kaupþings eru grunaðir um að vera viðriðnir.
Landsdómur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira