Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason og félagar hans í danska liðinu OB urði að sætta sig við tap, 0-1, á heimavelli gegn Nordsjælland í dag. Það var Tobias Mikkelsen sem skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu.
Rúrik var sem fyrr í byrjunarliði OB og spilaði allan leikinn.
OB er í áttunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en Nordsjælland er í öðru sæti.
Rúrik og félagar töpuðu á heimavelli

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

