Hamilton á ráspól í Malasíu og Button annar Birgir Þór Harðarson skrifar 24. mars 2012 09:25 Schumacher, Hamilton og Button ræsa fremstir í kappakstrinum á morgun. nordicphotos/afp McLaren ökuþórarnir endurtóku leikinnfrá því í Ástralíu fyrir viku síðan og röðuðu bílum sínum fremst á ráslínuna fyrir kappaksturinn í Malasíu á morgun. Í þriðja sæti ræsir Michael Schumacher á Mercedes. Þetta er besti árangur Schumachers eftir að hann snéri aftur í Formúlu 1 árið 2010. "Við reyndum að finna bestu málamiðlunina á milli tímatökunnar og keppninnar og þriðja sætið er því mjög góður árangur ef við skoðum hverjir eru fyrir aftan okkur," sagði Schumacher á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Hamilton ók frábæran hring og átti lang besta tíma lengi framan af í tímatökunum. Liðsfélagi hans og Schumacher voru þeir einu sem áttu einhvern séns í að bæta tíma Hamilton. Sebastian Vettel ók einn fljúgandi hring á mjúku dekkjunum en setti lélegan tíma. Liðið skipti þá yfir á hörðu dekkjagerðina og Vettel bætti tíma sinn. Hann mun því ræsa á harðari dekkjunum í fimmta sæti. Það verður áhugavert að sjá hvernig hin liðin bregðast við því. Liðfélagi Vettels, Mark Webber ræsir fjórði. Ferrari átti mjög erfiða tímatöku. Felipe Massa komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Fernando Alonso sagði níunda besta tíma það besta sem mögulega var hægt að fá út úr bílnum. Paul di Resta sigraði einvígið gegn liðsfélaga sínum, Nico Hulkenberg, í þetta skiptið. Force India slagurinn er annað sem spennandi verður að fylgjast með í kappakstrinum á morgun. @VisirSport fylgdist með tímatökunni á Twitter og fylgist með kappakstrinum aftur á morgun. Rásröðin í kappakstrinum á morgun.1. Hamilton 2. Button 3. Schumacher 4. Webber 5. Vettel 6. Grosjean 7. Rosberg 8. Alonso 9. Perez 10. Raikkönen 11. Maldonado 12. Massa 13. Senna 14. di Resta 15. Ricciardo 16. Hulkenberg 17. Kobayashi 18. Vergne 19. Petrov 20. Glock 21. Pic 22. de la Rosa 23. Karthikeyan 24. Kovalainen Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
McLaren ökuþórarnir endurtóku leikinnfrá því í Ástralíu fyrir viku síðan og röðuðu bílum sínum fremst á ráslínuna fyrir kappaksturinn í Malasíu á morgun. Í þriðja sæti ræsir Michael Schumacher á Mercedes. Þetta er besti árangur Schumachers eftir að hann snéri aftur í Formúlu 1 árið 2010. "Við reyndum að finna bestu málamiðlunina á milli tímatökunnar og keppninnar og þriðja sætið er því mjög góður árangur ef við skoðum hverjir eru fyrir aftan okkur," sagði Schumacher á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Hamilton ók frábæran hring og átti lang besta tíma lengi framan af í tímatökunum. Liðsfélagi hans og Schumacher voru þeir einu sem áttu einhvern séns í að bæta tíma Hamilton. Sebastian Vettel ók einn fljúgandi hring á mjúku dekkjunum en setti lélegan tíma. Liðið skipti þá yfir á hörðu dekkjagerðina og Vettel bætti tíma sinn. Hann mun því ræsa á harðari dekkjunum í fimmta sæti. Það verður áhugavert að sjá hvernig hin liðin bregðast við því. Liðfélagi Vettels, Mark Webber ræsir fjórði. Ferrari átti mjög erfiða tímatöku. Felipe Massa komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Fernando Alonso sagði níunda besta tíma það besta sem mögulega var hægt að fá út úr bílnum. Paul di Resta sigraði einvígið gegn liðsfélaga sínum, Nico Hulkenberg, í þetta skiptið. Force India slagurinn er annað sem spennandi verður að fylgjast með í kappakstrinum á morgun. @VisirSport fylgdist með tímatökunni á Twitter og fylgist með kappakstrinum aftur á morgun. Rásröðin í kappakstrinum á morgun.1. Hamilton 2. Button 3. Schumacher 4. Webber 5. Vettel 6. Grosjean 7. Rosberg 8. Alonso 9. Perez 10. Raikkönen 11. Maldonado 12. Massa 13. Senna 14. di Resta 15. Ricciardo 16. Hulkenberg 17. Kobayashi 18. Vergne 19. Petrov 20. Glock 21. Pic 22. de la Rosa 23. Karthikeyan 24. Kovalainen
Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira