Einari Jónssyni, þjálfara Fram, var heitt í hamsi eftir leikinn gegn Akureyri í kvöld. Þar köstuðu hans menn sigrinum frá sér undir lokin.
„Við áttum að vinna þennan leik. Við vorum komnir þremur mörkum yfir hérna en erum klaufar að klára þetta ekki. Dómgæslan var náttúrulega skelfileg hérna og ég ætla að fullyrða það að hún var 80/20 þeim í hag í þessum leik. Að við höfum ekki verið meira undir hérná á köflum sökum dómgæslunnar er náttúrulega alveg ótrúlegt,” sagði Einar reiður.
„Við sýndum hrikalegan karakter og er ég mjög stoltur af mínu liði. Við erum samt auðvitað að gera mikið af mistökum sjálfir og þurfum við að hugsa fyrst og fremst um það.
En ég er ánægður með karakterinn hérna. Við vorum miklu fastari fyrir hérna í seinni hálfleik en það er lýsandi fyrir dómgæsluna að við fáum fyrstu tvær mínúturnar í þessum leik þrátt fyrir að hafa verið lamdir niður hérna í þrjátíu mínútur,” bætti Einar við.
Einar: Dómgæslan var skelfileg
Stefán Hirst Friðriksson í Safamýrinni skrifar

Mest lesið




Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn





Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti