Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 24-24 | FH-ingar komnir í úrslitakeppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2012 14:21 Mynd/Daníel FH-ingar unnu upp fimm marka forskot HK í seinni hálfleik og tryggðu sér 24-24 jafntefli og um leið öruggt sæti í úrslitakeppninni þegar FH og HK mættust í spennandi leik í Kaplakrika í N1 deild karla í kvöld. HK var 17-12 yfir í hálfleik og FH komst síðast yfir í leiknum í stöðunni 6-5 þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. FH-ingar voru því miklu ánægðari með stigið en HK-menn þótt að FH-liðið yrði með þessu að horfa á eftir deildarmeistaratilinum yfir á Ásvelli. Það var Atli Rúnar Steinþórsson sem skoraði jöfnunarmark FH í lokin en bæði lið fengu eftir það tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, varði þrjú síðustu skot HK-liðsins og var betri en enginn á lokakafla leiksins. HK-liðið var að leika frábæran handbolta í fyrri hálfleik og því grautfúlir að missa frá sér frábæra stöðu eftir hlé. Úrslitin í Krikanum í kvöld og úrslit annarra leikja breyta þó ekki því að HK mætir Fram í lokaumferðinni í leik um sæti í úrslitakeppninni. HK byrjaði betur og komst í 3-1 en FH svaraði með þremur mörkum í röð og tók forystuna. HK-ingar náðu fljótlega frumkvæðinu á ný með því að breyta stöðunni úr 6-5 í 6-8 og þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá FH-liðinu. Daníel Freyr Andrésson hafði haldið þeim inn í leiknum með flottri markvörslu í byrjun leiks en fljótlega datt hann í sama farið og félagar hans. Sóknarleikur FH-liðsins var hugmyndasnauður og klaufalegur og HK-ingar voru klókir að nýta sér aðra bylgju í hraðaupphlaupunum. HK vann síðustu átta mínútur hálfleiksins 6-2 og var því fimm mörkum yfir í háfleik, 17-12. Atli Ævar Ingólfsson var kominn með átta mörk í hálfeik þar af fimm þeirra úr hraðaupphlaupunum þar sem félagar hans spiluðu hann upp á línunni. Það var allt annað að sjá til FH-inga í seinni hálfleiknum en þeir voru samt lengi að vinna upp forskot gestanna ekki síst vegna þess að þeir áttu hvert skotið á fætur öðru í slagverkið. HK var enn fimm mörkum yfir, 15-10, þegar sex mínútur voru liðnar af seinni háfleik. Kópavogspiltar lentu svo í því að missa þrjá leikmenn útaf í tvær mínútur á stuttum tíma og enduðu því þrír inn á. HK-liðið stóð það nokkuð vel af sér en FH-ingar fóru að nýta færin betur og unnu upp muninn hægt og rólega. FH-liðið skoraði síðan fjögur mörk í röð og tókst að jafna metin í 22-22. Hjalti Þór Pálmason skoraði þrjú af þessum mörkum. HK komst tvisvar yfir á lokakaflanum en FH-liðið jafnaði metin í bæði skiptin og fékk síðan tækifæri á að stela sigrinum í lokasókn leiksins. Hún nýttist hinsvegar ekki og liðin urðu að sættast á jafntefli. Atli Rúnar: Vorum búnir að drulla upp á bak allan fyrri hálfleikinnAtli Rúnar Steinþórsson, línumaður FH, skoraði markið sem tryggði FH eitt stig á móti HK í kvöld og þar með öruggt sæti í úrslitakeppninni. „Miðað við hvernig staðan var í hálfleik þá er eitt stig bara sigur fyrir okkur," sagði Atli Rúnar en FH-liðið var fimm mörkum undir í hálfleik. „Við hugsuðum bara um það að skora eitt mark í einu og reyna að koma okkur aftur inn í þetta. Við vorum búnir að drulla upp á bak allan fyrri hálfleikinn og þurftum að bæta fyrir það. Sem betur fer hafðist það," sagði Atli Rúnar. „Við fórum að spila vörn sem var ákveðinn grunnur að bættum leik. Við fórum líka að hlaupa almennilega til baka og náðum að minnka hraðaupphlaupin hjá þeim. Þá náðum við að saxa á forskotið þeirra því við fengum um leið okkar hraðaupphlaup og markvörslu. Þá kom þetta," sagði Atli Rúnar. „Bæði lið gerðu mjög skrýtin mistök á lokakaflanum. Sem betur fer fyrir okkur þá náðu þeir ekki að nýta okkar mistök og því miður náðum við ekki að nýta okkur þeirra mistök," sagði Atli Rúnar. „Við ætluðum okkur að vinna til þess að geta farið á Ásvelli á föstudaginn í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn en við náðum því ekki. Það verður samt gaman að spila við Hauka á föstudaginn," sagði Atli Rúnar. Atli Ævar: Get ekki lýst því hvað ég er svekktur Atli Ævar Ingólfsson átti mjög góðan leik með HK í kvöld en hann skoraði 10 mörk í leiknum þar af átta þeirra í fyrri hálfleik. Atli Ævar var samt ekki kátur í leikslok enda svekktur yfir að missa leikinn niður í jafntefli. „Við erum mjög fúlir með að missa þetta niður í jafntefli. Við hættum að þora og hættum að keyra hraðaupphlaupin. Við keyrðum hraðaupphlaupin frábærlega í fyrri hálfleik. Við hættum að þora að keyra á þá og hættum að þora að taka færin okkar. Við duttum bara úr takti og það er ekki hægt í svona leik," sagði Atli Ævar. „Þetta leit mjög vel út í hálfleik því þá vorum við að keyra á þá. Það var frábært samræmi í dómgæslu í fyrri hálfleik en ég var virkilega ósáttur með dómgæsluna í seinni hálfleik. Það var "púra" víti hérna í restina því það var ekki hægt annað en að flauta víti á það. Ég veit ekki hvernig þeir sjá þetta og hvort að þetta var spennustigið eða hvað. Ég skil bara ekki hvernig þetta var ekki víti," sagði Atli Ævar en hann átti síðasta skot HK sem Daníel Freyr Andrésson varði frá honum. „Við vorum samt sjálfum okkur verstir í dag og þetta var ekki dómurum að kenna. Við hefðum helst þurft eitt stig í viðbót. Þetta er ömurlegt og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur yfir þessu. Nú er bara næsti leikur, það er bara þannig," sagði Atli Ævar að lokum. Kristján Ara: Við erum mjög ánægðir með þetta stigKristján Arason, annar þjálfara FH, var brosandi eftir jafnteflið á móti HK í kvöld. FH tryggði sér öruggt sæti í úrslitakeppninni með þessu stigi en missti af úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn á móti nágrönnunum í Haukum. „Við erum mjög ánægðir með þetta stig. Við erum með því búnir að ná markmiði númer eitt sem var að komast í úrslitakeppnina. Nú tekur bara við ný keppni en það var aðalmarkmið þessa vetrar að komast þangað. Þar standa allir jafnir að vígi og nú þurfum við bara að undirbúa okkur fyrir hana," sagði Kristján Arason. FH var fimm mörkum yfir í hálfleik en Kristjáni og Einari Andra Einarssyni tókst að vekja sína menn fyrir seinni hálfleikinn. „Við héldum í síðasta leik á Akureyri að þeir hafi haldið að leikurinn ætti að byrja hálf átta en ekki sjö því þeir voru svo sofandi. Það var sama upp á teningnum núna. Liðið var agalega værukært og héldu að þetta myndi koma af sjálfum sér. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. Vörnin var þétt og Danni stóð vaktina miklu betur. Við stoppuðum hraðaupphlaupin þeirra miklu betur og unnum flottan sigur í seinni hálfleik," sagði Kristján. „Það hefði verið skemmtilegt að vinna hér í kvöld og eiga möguleika á titli í lokaleiknum. Við spilum alltaf upp á það að vinna titla en það tókst ekki. Haukar eru verðugir deildarmeistarar og ég óska þeim til hamingju með hann," sagði Kristján. „Ég held að þetta verði svolítið skrýtinn leikur á móti Haukum á föstudaginn en FH-Haukar eru alltaf FH-Haukar. Það er því alltaf eitthvað kitl í gangi," sagði Kristján. Kristinn: Við erum með heila eins og hin liðinKristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, var ekki eins hress og Kristján enda missti HK-liðið niður frábæra stöðu í þessum leik. „Miðað við hvað við vorum að spila flottan handbolta á köflum í þessum leik þá hefði ég viljað fara með meira héðan," sagði Kristinn. „FH-liðið er gríðarlega sterkt og tölfræðin sýnir það að FH-liðið með Baldvin Þorsteinssonar innanborðs og FH-liðið án hans er ekkert sama liðið. Þeir eru miklu sterkari í höfðinu og miklu agaðari inn á vellinum þegar Baldvin spilar," sagði Kristinn. „Það er erfitt að eiga við þá en við vorum með svör flest öllu sem þeir voru að gera í fyrri hálfleik og keyrðum vel í bakið á þeim. Við förum aðeins að hiksta í seinni hálfleik. Við lendum reyndar í því að missa marga menn af velli í darraðadansi um miðjan hálfleikinn en lifum það vel af. Það tók samt mikla orku og við erum aðeins að frjósa í sóknarleiknum eftir það. Við erum líka að klúðra dauðafærum í restina sem hefðu klárað þennan leik," sagði Kristinn. Nú bíður HK-liðsins úrslitaleikur við Fram um sæti í úrslitakeppninni. „Það var vitað mál að við þyrftum að vinna Fram til þess að komast inn í úrslitakeppnina sama hvernig færi í þessum leik í kvöld. Verkefnið breyttist því ekkert og ég nenni ekki að vera velta mér upp úr því hvort ég endi í öðru, þriðja eða fjórða sæti. Við þurfum bara að komast inn í þessa úrslitakeppni og þá hefst nýtt mót. Við þekkjum það ágætlega síðan í fyrra og viljum stefna lengra," sagði Kristinn. FH reyndi að klippa út Ólaf Bjarka Ragnarsson en HK leysti það mjög vel í fyrri hálfleik. „Við höfum verið að lenda í vandræðum með þennan varnarleik. Haukarnir sýndu á okkur gríðarlega veikleika í síðasta leik og jörðuðu okkur all svakalega. Við leystum það í dag. Við erum með heila eins og hin liðin og hljótum að geta líka unnið eitthvað í okkar málum. Við verðum bara að halda áfram og skoða þennan leik og vinna í okkar málum út frá því," sagði Kristinn að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
FH-ingar unnu upp fimm marka forskot HK í seinni hálfleik og tryggðu sér 24-24 jafntefli og um leið öruggt sæti í úrslitakeppninni þegar FH og HK mættust í spennandi leik í Kaplakrika í N1 deild karla í kvöld. HK var 17-12 yfir í hálfleik og FH komst síðast yfir í leiknum í stöðunni 6-5 þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. FH-ingar voru því miklu ánægðari með stigið en HK-menn þótt að FH-liðið yrði með þessu að horfa á eftir deildarmeistaratilinum yfir á Ásvelli. Það var Atli Rúnar Steinþórsson sem skoraði jöfnunarmark FH í lokin en bæði lið fengu eftir það tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, varði þrjú síðustu skot HK-liðsins og var betri en enginn á lokakafla leiksins. HK-liðið var að leika frábæran handbolta í fyrri hálfleik og því grautfúlir að missa frá sér frábæra stöðu eftir hlé. Úrslitin í Krikanum í kvöld og úrslit annarra leikja breyta þó ekki því að HK mætir Fram í lokaumferðinni í leik um sæti í úrslitakeppninni. HK byrjaði betur og komst í 3-1 en FH svaraði með þremur mörkum í röð og tók forystuna. HK-ingar náðu fljótlega frumkvæðinu á ný með því að breyta stöðunni úr 6-5 í 6-8 og þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá FH-liðinu. Daníel Freyr Andrésson hafði haldið þeim inn í leiknum með flottri markvörslu í byrjun leiks en fljótlega datt hann í sama farið og félagar hans. Sóknarleikur FH-liðsins var hugmyndasnauður og klaufalegur og HK-ingar voru klókir að nýta sér aðra bylgju í hraðaupphlaupunum. HK vann síðustu átta mínútur hálfleiksins 6-2 og var því fimm mörkum yfir í háfleik, 17-12. Atli Ævar Ingólfsson var kominn með átta mörk í hálfeik þar af fimm þeirra úr hraðaupphlaupunum þar sem félagar hans spiluðu hann upp á línunni. Það var allt annað að sjá til FH-inga í seinni hálfleiknum en þeir voru samt lengi að vinna upp forskot gestanna ekki síst vegna þess að þeir áttu hvert skotið á fætur öðru í slagverkið. HK var enn fimm mörkum yfir, 15-10, þegar sex mínútur voru liðnar af seinni háfleik. Kópavogspiltar lentu svo í því að missa þrjá leikmenn útaf í tvær mínútur á stuttum tíma og enduðu því þrír inn á. HK-liðið stóð það nokkuð vel af sér en FH-ingar fóru að nýta færin betur og unnu upp muninn hægt og rólega. FH-liðið skoraði síðan fjögur mörk í röð og tókst að jafna metin í 22-22. Hjalti Þór Pálmason skoraði þrjú af þessum mörkum. HK komst tvisvar yfir á lokakaflanum en FH-liðið jafnaði metin í bæði skiptin og fékk síðan tækifæri á að stela sigrinum í lokasókn leiksins. Hún nýttist hinsvegar ekki og liðin urðu að sættast á jafntefli. Atli Rúnar: Vorum búnir að drulla upp á bak allan fyrri hálfleikinnAtli Rúnar Steinþórsson, línumaður FH, skoraði markið sem tryggði FH eitt stig á móti HK í kvöld og þar með öruggt sæti í úrslitakeppninni. „Miðað við hvernig staðan var í hálfleik þá er eitt stig bara sigur fyrir okkur," sagði Atli Rúnar en FH-liðið var fimm mörkum undir í hálfleik. „Við hugsuðum bara um það að skora eitt mark í einu og reyna að koma okkur aftur inn í þetta. Við vorum búnir að drulla upp á bak allan fyrri hálfleikinn og þurftum að bæta fyrir það. Sem betur fer hafðist það," sagði Atli Rúnar. „Við fórum að spila vörn sem var ákveðinn grunnur að bættum leik. Við fórum líka að hlaupa almennilega til baka og náðum að minnka hraðaupphlaupin hjá þeim. Þá náðum við að saxa á forskotið þeirra því við fengum um leið okkar hraðaupphlaup og markvörslu. Þá kom þetta," sagði Atli Rúnar. „Bæði lið gerðu mjög skrýtin mistök á lokakaflanum. Sem betur fer fyrir okkur þá náðu þeir ekki að nýta okkar mistök og því miður náðum við ekki að nýta okkur þeirra mistök," sagði Atli Rúnar. „Við ætluðum okkur að vinna til þess að geta farið á Ásvelli á föstudaginn í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn en við náðum því ekki. Það verður samt gaman að spila við Hauka á föstudaginn," sagði Atli Rúnar. Atli Ævar: Get ekki lýst því hvað ég er svekktur Atli Ævar Ingólfsson átti mjög góðan leik með HK í kvöld en hann skoraði 10 mörk í leiknum þar af átta þeirra í fyrri hálfleik. Atli Ævar var samt ekki kátur í leikslok enda svekktur yfir að missa leikinn niður í jafntefli. „Við erum mjög fúlir með að missa þetta niður í jafntefli. Við hættum að þora og hættum að keyra hraðaupphlaupin. Við keyrðum hraðaupphlaupin frábærlega í fyrri hálfleik. Við hættum að þora að keyra á þá og hættum að þora að taka færin okkar. Við duttum bara úr takti og það er ekki hægt í svona leik," sagði Atli Ævar. „Þetta leit mjög vel út í hálfleik því þá vorum við að keyra á þá. Það var frábært samræmi í dómgæslu í fyrri hálfleik en ég var virkilega ósáttur með dómgæsluna í seinni hálfleik. Það var "púra" víti hérna í restina því það var ekki hægt annað en að flauta víti á það. Ég veit ekki hvernig þeir sjá þetta og hvort að þetta var spennustigið eða hvað. Ég skil bara ekki hvernig þetta var ekki víti," sagði Atli Ævar en hann átti síðasta skot HK sem Daníel Freyr Andrésson varði frá honum. „Við vorum samt sjálfum okkur verstir í dag og þetta var ekki dómurum að kenna. Við hefðum helst þurft eitt stig í viðbót. Þetta er ömurlegt og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur yfir þessu. Nú er bara næsti leikur, það er bara þannig," sagði Atli Ævar að lokum. Kristján Ara: Við erum mjög ánægðir með þetta stigKristján Arason, annar þjálfara FH, var brosandi eftir jafnteflið á móti HK í kvöld. FH tryggði sér öruggt sæti í úrslitakeppninni með þessu stigi en missti af úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn á móti nágrönnunum í Haukum. „Við erum mjög ánægðir með þetta stig. Við erum með því búnir að ná markmiði númer eitt sem var að komast í úrslitakeppnina. Nú tekur bara við ný keppni en það var aðalmarkmið þessa vetrar að komast þangað. Þar standa allir jafnir að vígi og nú þurfum við bara að undirbúa okkur fyrir hana," sagði Kristján Arason. FH var fimm mörkum yfir í hálfleik en Kristjáni og Einari Andra Einarssyni tókst að vekja sína menn fyrir seinni hálfleikinn. „Við héldum í síðasta leik á Akureyri að þeir hafi haldið að leikurinn ætti að byrja hálf átta en ekki sjö því þeir voru svo sofandi. Það var sama upp á teningnum núna. Liðið var agalega værukært og héldu að þetta myndi koma af sjálfum sér. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. Vörnin var þétt og Danni stóð vaktina miklu betur. Við stoppuðum hraðaupphlaupin þeirra miklu betur og unnum flottan sigur í seinni hálfleik," sagði Kristján. „Það hefði verið skemmtilegt að vinna hér í kvöld og eiga möguleika á titli í lokaleiknum. Við spilum alltaf upp á það að vinna titla en það tókst ekki. Haukar eru verðugir deildarmeistarar og ég óska þeim til hamingju með hann," sagði Kristján. „Ég held að þetta verði svolítið skrýtinn leikur á móti Haukum á föstudaginn en FH-Haukar eru alltaf FH-Haukar. Það er því alltaf eitthvað kitl í gangi," sagði Kristján. Kristinn: Við erum með heila eins og hin liðinKristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, var ekki eins hress og Kristján enda missti HK-liðið niður frábæra stöðu í þessum leik. „Miðað við hvað við vorum að spila flottan handbolta á köflum í þessum leik þá hefði ég viljað fara með meira héðan," sagði Kristinn. „FH-liðið er gríðarlega sterkt og tölfræðin sýnir það að FH-liðið með Baldvin Þorsteinssonar innanborðs og FH-liðið án hans er ekkert sama liðið. Þeir eru miklu sterkari í höfðinu og miklu agaðari inn á vellinum þegar Baldvin spilar," sagði Kristinn. „Það er erfitt að eiga við þá en við vorum með svör flest öllu sem þeir voru að gera í fyrri hálfleik og keyrðum vel í bakið á þeim. Við förum aðeins að hiksta í seinni hálfleik. Við lendum reyndar í því að missa marga menn af velli í darraðadansi um miðjan hálfleikinn en lifum það vel af. Það tók samt mikla orku og við erum aðeins að frjósa í sóknarleiknum eftir það. Við erum líka að klúðra dauðafærum í restina sem hefðu klárað þennan leik," sagði Kristinn. Nú bíður HK-liðsins úrslitaleikur við Fram um sæti í úrslitakeppninni. „Það var vitað mál að við þyrftum að vinna Fram til þess að komast inn í úrslitakeppnina sama hvernig færi í þessum leik í kvöld. Verkefnið breyttist því ekkert og ég nenni ekki að vera velta mér upp úr því hvort ég endi í öðru, þriðja eða fjórða sæti. Við þurfum bara að komast inn í þessa úrslitakeppni og þá hefst nýtt mót. Við þekkjum það ágætlega síðan í fyrra og viljum stefna lengra," sagði Kristinn. FH reyndi að klippa út Ólaf Bjarka Ragnarsson en HK leysti það mjög vel í fyrri hálfleik. „Við höfum verið að lenda í vandræðum með þennan varnarleik. Haukarnir sýndu á okkur gríðarlega veikleika í síðasta leik og jörðuðu okkur all svakalega. Við leystum það í dag. Við erum með heila eins og hin liðin og hljótum að geta líka unnið eitthvað í okkar málum. Við verðum bara að halda áfram og skoða þennan leik og vinna í okkar málum út frá því," sagði Kristinn að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira