Lokaumferðin í Iceland Express deild karla fer fram í kvöld þar sem að sex leikir fara fram. Tveir leikmenn verða í leikbanni í leikjunum í kvöld en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tók fyrir tvö máli í vikunni.
Igor Tratnik, leikmaður Tindastóls og Matthew Haiston leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn fengu báðir eins leiks bann. Þeim var báðum vikið úr húsi þegar liðin áttust við í 20. umferðinni. Bann þeirra tekur gildi á hádegi fimmtudaginn 22. mars.
Grindavík er deildarmeistari og Valur og Haukar eru fallin lið en það er samt nóg undir í 22. og síðustu umferð Iceland Express-deildar.
Þrjú lið eiga möguleika á öðru sætinu og auk þess gætu Keflvíkingar nælt í heimavallarrétt ef úrslitin verða KR-ingum óhagstæð.
Leikir kvöldsin, og þeir hefjast allir kl. 19.15:
Haukar - Þór Þorlákshöfn Schenkerhöllin - Ásvellir
Valur - Snæfell Vodafonehöllin
Tindastóll - Njarðvík Sauðárkrókur
Grindavík - Stjarnan Grindavík
Fjölnir - Keflavík Dalhús
ÍR - KR Seljaskóli
