Alonso býst ekki við framförum í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 21. mars 2012 23:15 Alonso er ekki ánægður með bílinn sem Ferrari liðið skaffar honum í ár. Í malargryfjuna fór hann í tímatökum fyrir ástralska kappaksturinn. nordicphotos/afp Fernando Alonso, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, segist ekki gera ráð fyrir að komast mikið ofar í malasíska kappakstrinum en hann gerði í þeim ástralska. Eins og greint hefur verið frá á Ferrari í miklu basli með bíl sinn í ár. Nýjasta árgerð þess rauða hefur alls ekki reynst nógu góður. Alonso býst því ekki við auðveldara móti í Malasíu. "Í Malasíu munum við aftur þurfa að verjast í kappakstrinum," lét Alonso hafa eftir sér á vefsíðu Ferrari. "Það er ekki við neinu öðru að búast því engar uppfærslur verða á bílnum frá því í Melbourne." Alonso lauk kappakstrinum í Ástralíu í fimmta sæti eftir að hafa haldið Pastor Maldonado á Williams bíl fyrir aftan sig síðasta þriðjung keppninar. Þá mun liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Brasilíumaðurinn Felipe Massa, fá nýjan bíl til umráða í Malasíu. Liðið mun senda þann sem Massa notaði í Ástralíu aftur til Ítalíu svo hægt sé að rannsaka hvað olli virkilega slökum árangri hans í Melbourne. Formúla Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, segist ekki gera ráð fyrir að komast mikið ofar í malasíska kappakstrinum en hann gerði í þeim ástralska. Eins og greint hefur verið frá á Ferrari í miklu basli með bíl sinn í ár. Nýjasta árgerð þess rauða hefur alls ekki reynst nógu góður. Alonso býst því ekki við auðveldara móti í Malasíu. "Í Malasíu munum við aftur þurfa að verjast í kappakstrinum," lét Alonso hafa eftir sér á vefsíðu Ferrari. "Það er ekki við neinu öðru að búast því engar uppfærslur verða á bílnum frá því í Melbourne." Alonso lauk kappakstrinum í Ástralíu í fimmta sæti eftir að hafa haldið Pastor Maldonado á Williams bíl fyrir aftan sig síðasta þriðjung keppninar. Þá mun liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Brasilíumaðurinn Felipe Massa, fá nýjan bíl til umráða í Malasíu. Liðið mun senda þann sem Massa notaði í Ástralíu aftur til Ítalíu svo hægt sé að rannsaka hvað olli virkilega slökum árangri hans í Melbourne.
Formúla Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira