Ross Brawn: Hin liðin fara frjálslega með reglur 20. mars 2012 22:45 Ross Brawn á hér spjall með Bernie Ecclestone sem öllu ræður í Formúlu 1. nordicphotos/afp Ross Brawn liðstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir keppinautana fara frjálslega með nýjar reglur um útblásturop á bílunum. Mercedes liðið er sjálft sagt túlka reglurnar frjálslega. Brawn bendir á að nýjar reglur um útblástursop bílanna megi ekki vísa að afturvængnum og hafa áhrif á loftflæði bílanna. Sum liðin hafa hins vegar endurhannað allan afturenda bíla sinna til þess að takmarka áhrif þessara nýju reglna. Mercedes liðið er sagt hafa hannað og smíðað loftop á afturvæng sínum sem opnast þegar ökumenn geta notað DRS-kerfið. Christian Horner liðstjóri Red Bull var afar ósáttur um síðast liðna helgi þegar Mercedes liðinu var leyft að tefla fram slíkum búnaði. "Öll þau ár sem ég hef verið í Formúlu 1 hefur verið einhverskonar rifrildi út af reglunum," sagði Brawn um umræðuna sem skapaðist um helgina. "Í raun höfum við aðeins tekið sviðsljósið af afar vafasömum útblásturskerfum annarra liða." "FIA hefur örugglega sagt ykkur að við ætluðum ekki að vera með pústblásna loftdreifa í sumar, sum liðin hafa þó smíðað þannig." Ross Brawn segist ekki ætla að kvarta til FIA vegna þessara vafasömu útblásturskerfa, eins og hin liðin hafa kvartað yfir afturvæng Mercedes. Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ross Brawn liðstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir keppinautana fara frjálslega með nýjar reglur um útblásturop á bílunum. Mercedes liðið er sjálft sagt túlka reglurnar frjálslega. Brawn bendir á að nýjar reglur um útblástursop bílanna megi ekki vísa að afturvængnum og hafa áhrif á loftflæði bílanna. Sum liðin hafa hins vegar endurhannað allan afturenda bíla sinna til þess að takmarka áhrif þessara nýju reglna. Mercedes liðið er sagt hafa hannað og smíðað loftop á afturvæng sínum sem opnast þegar ökumenn geta notað DRS-kerfið. Christian Horner liðstjóri Red Bull var afar ósáttur um síðast liðna helgi þegar Mercedes liðinu var leyft að tefla fram slíkum búnaði. "Öll þau ár sem ég hef verið í Formúlu 1 hefur verið einhverskonar rifrildi út af reglunum," sagði Brawn um umræðuna sem skapaðist um helgina. "Í raun höfum við aðeins tekið sviðsljósið af afar vafasömum útblásturskerfum annarra liða." "FIA hefur örugglega sagt ykkur að við ætluðum ekki að vera með pústblásna loftdreifa í sumar, sum liðin hafa þó smíðað þannig." Ross Brawn segist ekki ætla að kvarta til FIA vegna þessara vafasömu útblásturskerfa, eins og hin liðin hafa kvartað yfir afturvæng Mercedes.
Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira