Athletic Bilbao, Atletico Madrid og Sporting áfram í undanúrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2012 13:32 Spænsku félögin Athletic Bilbao, Atletico Madrid auk Sporting frá Lissabon tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Athletic Bilbao er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Schalke á Spáni. Athletic vann fyrri leik liðanna í Þýskalandi 4-2 og stóð því vel að vígi fyrir leikinn í kvöld. Klaas-Jan Huntelaar kom gestunum yfir eftir hálftímaleik og kveikti vonarneista hjá stuðningsmönnum Schalke. Sá neisti var slökktur af Ibai Gomez sem jafnaði skömmu fyrir leikhlé. Raul kom gestunum á ný yfir í síðari hálfeik en Markel Susaeta jafnaði strax í kjölfarið og vonin að engu orðin.Athletic Bilbao - Schalke 2-2 0-1 Klaas-Jan Huntelaar 29. mín 1-1 Ibai Gómez 41. mín 1-2 Raul 52. mín 2-2 Markel Susaeta 55. mín Athletic áfram samanlagt 6-4.Sporting náði jafntefli í Úkraínu Sporting frá Lissabon tryggði sér einnig sæti í undanúrslitum eftir 1-1 jafntefli gegn Metalist Kharkiv í síðari leik liðanna í Úkraínu. Sporting vann 2-1 sigur í fyrri leiknum og fer áfram samanlagt 3-2. Cleiton Xavier brenndi af vítaspyrnu á 64. mínútu fyrir Metalist.Metalist - Sporting 1-1 0-1 Ricky van Wolfswinkel 44. mín 1-1 Jonathan Cristaldo 57. mín Sporting áfram samanlagt 3-2.Atleticco Madrid kláraði Hannover í Þýskalandi Atletico Madrid sá til þess að Spánverjar eiga þrjá fulltrúa í undanúrslitum með 2-1 útisigri á Hannover 96 í Þýskalandi. Hannover hafði hvorki tapað í deild né Evrópu fyrir kvöldið í kvöld en er nú úr leik. Kólumbíumaðurinn Falcao skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Fimm af átta liðunum sem eftir eru í Evrópukeppnum eru frá Spáni því Barcelona og Real Madrid eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.Hannover 96 - Atletico Madrid 1-2 0-1 Adrián 63. mín 1-1 Mame Biram Diouf 81. mín 1-2 Radamel Falcao 87. mín Atletico fer áfram samanlagt 4-2. Evrópudeild UEFA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Spænsku félögin Athletic Bilbao, Atletico Madrid auk Sporting frá Lissabon tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Athletic Bilbao er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Schalke á Spáni. Athletic vann fyrri leik liðanna í Þýskalandi 4-2 og stóð því vel að vígi fyrir leikinn í kvöld. Klaas-Jan Huntelaar kom gestunum yfir eftir hálftímaleik og kveikti vonarneista hjá stuðningsmönnum Schalke. Sá neisti var slökktur af Ibai Gomez sem jafnaði skömmu fyrir leikhlé. Raul kom gestunum á ný yfir í síðari hálfeik en Markel Susaeta jafnaði strax í kjölfarið og vonin að engu orðin.Athletic Bilbao - Schalke 2-2 0-1 Klaas-Jan Huntelaar 29. mín 1-1 Ibai Gómez 41. mín 1-2 Raul 52. mín 2-2 Markel Susaeta 55. mín Athletic áfram samanlagt 6-4.Sporting náði jafntefli í Úkraínu Sporting frá Lissabon tryggði sér einnig sæti í undanúrslitum eftir 1-1 jafntefli gegn Metalist Kharkiv í síðari leik liðanna í Úkraínu. Sporting vann 2-1 sigur í fyrri leiknum og fer áfram samanlagt 3-2. Cleiton Xavier brenndi af vítaspyrnu á 64. mínútu fyrir Metalist.Metalist - Sporting 1-1 0-1 Ricky van Wolfswinkel 44. mín 1-1 Jonathan Cristaldo 57. mín Sporting áfram samanlagt 3-2.Atleticco Madrid kláraði Hannover í Þýskalandi Atletico Madrid sá til þess að Spánverjar eiga þrjá fulltrúa í undanúrslitum með 2-1 útisigri á Hannover 96 í Þýskalandi. Hannover hafði hvorki tapað í deild né Evrópu fyrir kvöldið í kvöld en er nú úr leik. Kólumbíumaðurinn Falcao skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Fimm af átta liðunum sem eftir eru í Evrópukeppnum eru frá Spáni því Barcelona og Real Madrid eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.Hannover 96 - Atletico Madrid 1-2 0-1 Adrián 63. mín 1-1 Mame Biram Diouf 81. mín 1-2 Radamel Falcao 87. mín Atletico fer áfram samanlagt 4-2.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira