Spænsku félögin Athletic Bilbao, Atletico Madrid auk Sporting frá Lissabon tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.
Athletic Bilbao er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Schalke á Spáni. Athletic vann fyrri leik liðanna í Þýskalandi 4-2 og stóð því vel að vígi fyrir leikinn í kvöld.
Klaas-Jan Huntelaar kom gestunum yfir eftir hálftímaleik og kveikti vonarneista hjá stuðningsmönnum Schalke. Sá neisti var slökktur af Ibai Gomez sem jafnaði skömmu fyrir leikhlé.
Raul kom gestunum á ný yfir í síðari hálfeik en Markel Susaeta jafnaði strax í kjölfarið og vonin að engu orðin.
Athletic Bilbao - Schalke 2-2
0-1 Klaas-Jan Huntelaar 29. mín
1-1 Ibai Gómez 41. mín
1-2 Raul 52. mín
2-2 Markel Susaeta 55. mín
Athletic áfram samanlagt 6-4.
Sporting náði jafntefli í Úkraínu
Sporting frá Lissabon tryggði sér einnig sæti í undanúrslitum eftir 1-1 jafntefli gegn Metalist Kharkiv í síðari leik liðanna í Úkraínu. Sporting vann 2-1 sigur í fyrri leiknum og fer áfram samanlagt 3-2.
Cleiton Xavier brenndi af vítaspyrnu á 64. mínútu fyrir Metalist.
Metalist - Sporting 1-1
0-1 Ricky van Wolfswinkel 44. mín
1-1 Jonathan Cristaldo 57. mín
Sporting áfram samanlagt 3-2.
Atleticco Madrid kláraði Hannover í Þýskalandi
Atletico Madrid sá til þess að Spánverjar eiga þrjá fulltrúa í undanúrslitum með 2-1 útisigri á Hannover 96 í Þýskalandi. Hannover hafði hvorki tapað í deild né Evrópu fyrir kvöldið í kvöld en er nú úr leik.
Kólumbíumaðurinn Falcao skoraði sigurmarkið undir lok leiksins.
Fimm af átta liðunum sem eftir eru í Evrópukeppnum eru frá Spáni því Barcelona og Real Madrid eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.
Hannover 96 - Atletico Madrid 1-2
0-1 Adrián 63. mín
1-1 Mame Biram Diouf 81. mín
1-2 Radamel Falcao 87. mín
Atletico fer áfram samanlagt 4-2.
Athletic Bilbao, Atletico Madrid og Sporting áfram í undanúrslit
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti


Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn