Edda Garðarsdóttir kemur aftur inn í íslenska landsliðið þegar liðið mætir Belgíu í undankeppni EM í kvöld en Edda hefur ekki spilað með liðnu í tíu mánuði og sextán daga vegna meiðsla á hné og er því búin að vera föst í 89 landsleikjum í langan tíma.
Edda missti alls af átta landsleikjum á þessum tíma og þar á meðal eru fjórir leikir í undankeppni EM. Edda var sem dæmi ekki með í fyrri leiknum á móti Belgíu þegar liðin gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvellinum.
Edda verður önnur íslenska konan sem nær því að spila 90 A-landsleiki en fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir spilar sinn 116. landsleik í kvöld. Markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir spilar 85. landsleik sinn á móti Belgíu.
Leikur Belgíu og Íslands hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma en með sigri á íslenska liðið möguleika á því að ná fjögurra stiga forskoti á toppnum. Belgísku stelpurnar komast aftur á móti á toppinn vinni þær leikinn. Efsta sæti riðilsins gefur beint sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð 2013.
Edda nær loksins 90. landsleiknum | 321 dagur frá síðasta leik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið









Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti

Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum
Íslenski boltinn