Atli Hilmarsson mun hætta að þjálfa lið Akureyrar í N1-deild karla eftir tímabilið. Liðið varð í þriðja sæti deildarinnar og mætir FH í undanúrslitum úrslitakeppninnar sem hefst síðar í mánuðinum.
Frá þessu var greint á vef Rúv í kvöld en Atli hefur nú þjálfað lið Akureyrar í tvö tímabil. Akureyringar komust alla leið í úrslitin í fyrra en tapaði þá fyrir FH. Liðið tapaði einnig bikarúrslitaleiknum en varð deildarmeistari í fyrsta sinn í ungri sögu félagsins.
Atli sagði í samtali við Rúv að hann vildi vera nær fjölskyldu sinni sem býr í Reykjavík.
Atli hættir með Akureyri eftir tímabilið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn


Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn



