Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð 1. apríl 2012 15:31 Ástþór Magnússon. Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór skrifar í löngum pistli sínum meðal annars: „Ástþór skorar á Pál og aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn RÚV sem orðað hafa forsetaframboð að lýsa yfir framboðum sínum strax svo hægt sé að takast á við það mikilvæga verkefni að skipuleggja kynningar á málefnum frambjóðenda." Og bætir svo síðar við: „Þjóðin þarf tíma að kynna sér hvað frambjóðendur standa fyrir til að geta valið forseta með óhlutdrægum og lýðræðislegum hætti án þess að væntanlegir forsetaframbjóðendur RÚV standi í veginum." Fréttastofa hafði samband við Smuguna sem staðfesti að þarna væri um aprílgabb að ræða. Fréttamaður Smugunnar, sem Vísir ræddi við, sagðist hafa haldið að fullyrðingin um að Páll hygðist lesa áfram fréttir, þrátt fyrir framboð, hefði komið upp um grínið. Í pistli Ástþórs gagnrýnir hann einnig kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins harðlega og segist meðal annars tilbúinn að „að stíga til hliðar úr forsetaframboði verði honum falið að sjá um skipulagningu kosningaumfjöllunar ríkisfjölmiðlana," eins og segir í grein Ástþórs. Hér fyrir neðan má lesa bréf Ástþórs í heild sinni:Ástþór tryggir þjóðinni óhlutdræga og lýðræðislega umræðuTaki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli.Forsetaframboð Ástþórs er áskorun til fjölmiðla, sitjandi forseta og stuðningsmanna hans að virða rétt þjóðarinnar til að velja sér forseta í opnu og lýðræðislegu ferli en á þessu hefur því miður verið misbrestur.Við forsetakosningar árið 2004 voru fjölmiðlarnir nánast lokaðir forsetaframbjóðendum. Þá átti einn þriggja frambjóðanda greiðan aðgang að fjölmiðlum frá forsetaembættinu en aðrir fengu ekki að kynna sín stefnumál að neinu marki. Engir umræðuþættir með frambjóðendum áttu sér stað í aðdraganda kosninganna fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir opnun kjörstaða. Niðurstaðan var svokölluð "rússnesk" kosning enda dæmigert um kosningar í einræðisríkjum.Erlendur fræðimaður líkti kosningaumfjöllun RÚV árið 2004 við sambærilega umfjöllun ríkisfjölmiðla í gömlu Júgóslavíu undir Slobodan Milosevic 1992. Þetta átti m.a. þátt í því að eftirlitsmenn frá ÖSE voru sendir til Íslands fyrir síðustu Alþingiskosningar sem svo einnig veittu Íslenskum fjölmiðlum ámæli.Ástþór Magnússon er tilbúinn til að stíga til hliðar úr forsetaframboði verði honum falið að sjá um skipulagningu kosningaumfjöllunar ríkisfjölmiðlana.RÚV nú ein mesta brotalömin á lýðræði Íslendinga og undir stjórn Páls Magnússonar standa ríkisfjölmiðlarnir í vegi fyrir lýðræðisþróun Íslendinga. Skammarlegt að Stjórnlagaþings frambjóðendur hafi þurft að mæta í mótmæli við útvarpshúsið til að fá eina mínútu að kynna framboð sín. Ástþór sem kosningastjóri RÚV tryggir öllum frambjóðendum jafna og óhlutdræga umfjöllun og slík mótmæli munu heyra sögunni til.Ástþór skorar á Pál og aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn RÚV sem orðað hafa forsetaframboð að lýsa yfir framboðum sínum strax svo hægt sé að takast á við það mikilvæga verkefni að skipuleggja kynningar á málefnum frambjóðenda.Aðeins eru 3 mánuðir til kjördags og er aðdragandinn mikilvægur tími fyrir umræðu og kynningar á málefnum einstakra frambjóðenda. Þjóðin þarf tíma að kynna sér hvað frambjóðendur standa fyrir til að geta valið forseta með óhlutdrægum og lýðræðislegum hætti án þess að væntanlegir forsetaframbjóðendur RÚV standi í veginum.Með því að draga forsetaframboð sitt til baka og takast á við lýðræðisþróun ríkisfjölmiðlana vonast Ástþór til að geta skapað þá fyrirmynd hjá RÚV sem þarf fyrir aðra fjölmiðla um hvernig standa megi vörð um þær lýðræðislegu grundvallarreglur sem kveðið er á um í nýjum fjölmiðlalögum. Aprílgabb Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór skrifar í löngum pistli sínum meðal annars: „Ástþór skorar á Pál og aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn RÚV sem orðað hafa forsetaframboð að lýsa yfir framboðum sínum strax svo hægt sé að takast á við það mikilvæga verkefni að skipuleggja kynningar á málefnum frambjóðenda." Og bætir svo síðar við: „Þjóðin þarf tíma að kynna sér hvað frambjóðendur standa fyrir til að geta valið forseta með óhlutdrægum og lýðræðislegum hætti án þess að væntanlegir forsetaframbjóðendur RÚV standi í veginum." Fréttastofa hafði samband við Smuguna sem staðfesti að þarna væri um aprílgabb að ræða. Fréttamaður Smugunnar, sem Vísir ræddi við, sagðist hafa haldið að fullyrðingin um að Páll hygðist lesa áfram fréttir, þrátt fyrir framboð, hefði komið upp um grínið. Í pistli Ástþórs gagnrýnir hann einnig kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins harðlega og segist meðal annars tilbúinn að „að stíga til hliðar úr forsetaframboði verði honum falið að sjá um skipulagningu kosningaumfjöllunar ríkisfjölmiðlana," eins og segir í grein Ástþórs. Hér fyrir neðan má lesa bréf Ástþórs í heild sinni:Ástþór tryggir þjóðinni óhlutdræga og lýðræðislega umræðuTaki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli.Forsetaframboð Ástþórs er áskorun til fjölmiðla, sitjandi forseta og stuðningsmanna hans að virða rétt þjóðarinnar til að velja sér forseta í opnu og lýðræðislegu ferli en á þessu hefur því miður verið misbrestur.Við forsetakosningar árið 2004 voru fjölmiðlarnir nánast lokaðir forsetaframbjóðendum. Þá átti einn þriggja frambjóðanda greiðan aðgang að fjölmiðlum frá forsetaembættinu en aðrir fengu ekki að kynna sín stefnumál að neinu marki. Engir umræðuþættir með frambjóðendum áttu sér stað í aðdraganda kosninganna fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir opnun kjörstaða. Niðurstaðan var svokölluð "rússnesk" kosning enda dæmigert um kosningar í einræðisríkjum.Erlendur fræðimaður líkti kosningaumfjöllun RÚV árið 2004 við sambærilega umfjöllun ríkisfjölmiðla í gömlu Júgóslavíu undir Slobodan Milosevic 1992. Þetta átti m.a. þátt í því að eftirlitsmenn frá ÖSE voru sendir til Íslands fyrir síðustu Alþingiskosningar sem svo einnig veittu Íslenskum fjölmiðlum ámæli.Ástþór Magnússon er tilbúinn til að stíga til hliðar úr forsetaframboði verði honum falið að sjá um skipulagningu kosningaumfjöllunar ríkisfjölmiðlana.RÚV nú ein mesta brotalömin á lýðræði Íslendinga og undir stjórn Páls Magnússonar standa ríkisfjölmiðlarnir í vegi fyrir lýðræðisþróun Íslendinga. Skammarlegt að Stjórnlagaþings frambjóðendur hafi þurft að mæta í mótmæli við útvarpshúsið til að fá eina mínútu að kynna framboð sín. Ástþór sem kosningastjóri RÚV tryggir öllum frambjóðendum jafna og óhlutdræga umfjöllun og slík mótmæli munu heyra sögunni til.Ástþór skorar á Pál og aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn RÚV sem orðað hafa forsetaframboð að lýsa yfir framboðum sínum strax svo hægt sé að takast á við það mikilvæga verkefni að skipuleggja kynningar á málefnum frambjóðenda.Aðeins eru 3 mánuðir til kjördags og er aðdragandinn mikilvægur tími fyrir umræðu og kynningar á málefnum einstakra frambjóðenda. Þjóðin þarf tíma að kynna sér hvað frambjóðendur standa fyrir til að geta valið forseta með óhlutdrægum og lýðræðislegum hætti án þess að væntanlegir forsetaframbjóðendur RÚV standi í veginum.Með því að draga forsetaframboð sitt til baka og takast á við lýðræðisþróun ríkisfjölmiðlana vonast Ástþór til að geta skapað þá fyrirmynd hjá RÚV sem þarf fyrir aðra fjölmiðla um hvernig standa megi vörð um þær lýðræðislegu grundvallarreglur sem kveðið er á um í nýjum fjölmiðlalögum.
Aprílgabb Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira