FCK vann í dag fyrri leikinn gegn Sönderjyske, 1-0, í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í miklum Íslendingaslag.
Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen eru á mála hjá FCK og sá fyrrnefndi var í byrjunarliðinu í dag.
Hallgrímur Jónsson og Eyjólfur Héðinsson voru í byrjunarliði SönderjyskE en leiknum lauk með 1-0 sigri FCK. Mustafa Abdellaoue skoraði eina mark leiksins strax á fjórðu mínútu en hann var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði FCK.
Síðari leikur liðanna í undanúrslitum bikarsins fer fram í næstu viku en þá mætast liðin á heimavelli SönderjyskE.
FCK stendur vel að vígi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

