Frábær árangur náðist á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 m laug um helgina. Alls féllu fimmtán Íslandsmet og eitt var jafnað en það einstakur árangur.
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sautján ará sundkona úr Ægi, fór fremst í flokki en hún átti þátt í sjö Íslandsmetum og tryggði sér þátttökurétt á Ólympíuleikum, fyrst íslensks sundfólks. Eygló bætti fjögur Íslandsmet í einstaklingsgreinum og þrjú með boðssundssveit Ægis.
Sarah Blake Bateman átti þátt í sex Íslandsmetum, þar af þrjú í einstaklingsgreinum, og Anton Sveinn McKee bætti þrjú Íslandsmet og jafnaði það fjórða.
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir bætti einnig Íslandsmetið í 400 m fjórsundi kvenna og karlasveit SH í 4x100 m skriðsundi karla.
Eftir keppni helgarinnar er ljóst að tólf íslenskir sundmenn munu stinga sér til sunds á EM í 50 m laug sem fer fram í Debrecen í Ungverjalandi dagana 21.-27. maí.
Alls voru 26 met bætt um helgina. Eygló bætti sex stúlknametum í safnið en tvö piltamet voru bætt, sem og eitt telpnamet og eitt sveinamet.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Eygló Ósk Forsetabikarinn í lok mótsins fyrir árangur sinn í 200 m baksundi en með því sundi tryggði hún sig inn á Ólympíuleikana.
Eygló fékk einnig Kolbrúnarbikarinn (besta afrek á milli Íslandsmeistaramóta) og Jakob Jóhann Sveinsson bæði Pétursbikarinn (besta afrek á milli Íslandsmeistaramóta) og Sigurðarbikarinn (besta afrek í bringusundi).
Sextán Íslandsmet á ÍM 50 | Myndasyrpa

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn