Sex Íslandsmet féllu í Laugardalnum í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2012 19:36 Sarah Blake Bateman bætti Íslandsmet í tveimur greinum í dag. Mynd/Vilhelm Mikið var um að vera á lokadegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 50 m laug sem lauk í Laugardalslauginni í dag. Sex Íslandsmet voru sett í dag. Sarah Blake Bateman setti tvo met, bæði í stuttum vegalengdum. Fyrst í 50 m baksundi kvenna og svo í 50 m flugsundi kvenna en hvorug grein er reyndar keppnisgrein á Ólympíuleikum. Sarah Blake synti 50 m baksundið á sléttum 29 sekúndum og bætti þar með met Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur um sjö hundraðshluta úr sekúndu. Ingibjörg varð önnur í greininni. Hún kom svo í mark á 27,32 sekúndum í 50 m flugsundi og bætti þar með met Bryndísar Rúnar Hansen um 0,09 sekúndur. Bryndís Rún keppti í sömu grein og varð önnur á 27,54 sekúndum. Anton Sveinn McKee stórbætti svo eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi. Hann synti á 4:23,64 sekúndum og bætti tveggja vikna gamalt Íslandsmet sitt um tæpar þrjár sekúndur. Árangurinn dugði honum til að ná OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) í greininni en það dugir þó ekki til að tryggja honum sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir bætti svo Íslandsmetið í 400 m fjórsundi kvenna er hún synti á 4:57,46 mínútum og bætti gamla metið um tæpar þrjár sekúndur. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir fimm mínútum í greininni. Boðssundssveit Ægis stórbætti svo Íslandsmetið í 4x100 m fjórsundi kvenna. Nýja metið er 4:18,19 sekúndur og bæting upp á ríflega átta sekúndur en gamla metið átti sveit Ægis sjálf og var það sett fyrir þremur árum síðan. Í sveit Ægis voru Eygló Ósk Gústafsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sveit SH setti svo nýtt Íslandsmet í 4x100 m skriðsundi karla en SH átti einnig gamla metið. Tíminn í dag var 3:33,08 mínútur. Sveitina skipuðu Aron Örn Stefánsson, Orri Freyr Guðmundsson, Árni Guðnason og Kolbeinn Hrafnkelsson. Sund Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sjá meira
Mikið var um að vera á lokadegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 50 m laug sem lauk í Laugardalslauginni í dag. Sex Íslandsmet voru sett í dag. Sarah Blake Bateman setti tvo met, bæði í stuttum vegalengdum. Fyrst í 50 m baksundi kvenna og svo í 50 m flugsundi kvenna en hvorug grein er reyndar keppnisgrein á Ólympíuleikum. Sarah Blake synti 50 m baksundið á sléttum 29 sekúndum og bætti þar með met Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur um sjö hundraðshluta úr sekúndu. Ingibjörg varð önnur í greininni. Hún kom svo í mark á 27,32 sekúndum í 50 m flugsundi og bætti þar með met Bryndísar Rúnar Hansen um 0,09 sekúndur. Bryndís Rún keppti í sömu grein og varð önnur á 27,54 sekúndum. Anton Sveinn McKee stórbætti svo eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi. Hann synti á 4:23,64 sekúndum og bætti tveggja vikna gamalt Íslandsmet sitt um tæpar þrjár sekúndur. Árangurinn dugði honum til að ná OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) í greininni en það dugir þó ekki til að tryggja honum sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir bætti svo Íslandsmetið í 400 m fjórsundi kvenna er hún synti á 4:57,46 mínútum og bætti gamla metið um tæpar þrjár sekúndur. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir fimm mínútum í greininni. Boðssundssveit Ægis stórbætti svo Íslandsmetið í 4x100 m fjórsundi kvenna. Nýja metið er 4:18,19 sekúndur og bæting upp á ríflega átta sekúndur en gamla metið átti sveit Ægis sjálf og var það sett fyrir þremur árum síðan. Í sveit Ægis voru Eygló Ósk Gústafsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sveit SH setti svo nýtt Íslandsmet í 4x100 m skriðsundi karla en SH átti einnig gamla metið. Tíminn í dag var 3:33,08 mínútur. Sveitina skipuðu Aron Örn Stefánsson, Orri Freyr Guðmundsson, Árni Guðnason og Kolbeinn Hrafnkelsson.
Sund Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sjá meira