Fjórir leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í dag og voru menn með markaskóna vel reimaða á.
Brann tapaði illa fyrir Stromsgodset 2-0 á þeirra eigin heimavelli en Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn í liði Brann. Hannes Þór Halldórsson var á varamannabekknum allan tíman.
Sogndal og Haugesund gerðu jafntefli 1-1 á heimavelli Sogndal. Malick Mane skoraði fyrstamark leiksins fyrir Sogndal en það var fyrrum FH-ingurinn Alexander Søderlund sem jafnaði metin og þar við sat.
Tromsø vann fínan sigur, 3-1, á Sandnes Ulf á heimavelli. Steinþór Freyr Þorsteinsson var í byrjunarliði Sandnes Ulf en var skipt af velli undir lok leiksins.
Síðan vann Aalesund fínan sigur gegn Odd Grenland 2-1 á heimavelli.
Tromsø er í efsta sæti deildarinnar með tíu stig, stigi á undan Vålerenga sem er í öðru sæti.
Tromsø hélt í toppsætið í Noregi | Íslendingar í eldlínunni
Stefán Árni Pálsson skrifar
