Midtjylland var ekki í neinum vandræðum með OB í dönsku úrvalsdeildinni en liðið vann leik liðanna 2- 0 í dag.
Rúrik Gíslason lék allan leikinn upp á topp í liði OB en sem fyrr gengur lítið upp hjá félaginu.
Danny Olsen og Jakob Poulsen gerði sitt markið hvor fyrir Midtjylland sem er í fjórða sæti deildarinnar með 42 stig. OB er í 10. sæti með 27 stig.
FC København er sem fyrr í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 52 stig en í því liði leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson.
Rúrik og félagar í OB töpuðu illa fyrir Midtjylland
Stefán Árni Pálsson skrifar
