Íslenskur körfubolti verður aðalumræðuefnið í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Valtýr Björn Valtýsson mun fara yfir stöðuna fyrir þriðja leikinn í úrslitum Iceland Express-deildar kvenna þar sem að Njarðvík getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Haukum í kvöld. Bjarni Magnússon þjálfari Hauka og Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkur verða í viðtali við Valtý.
Að auki mun Ingi Þór Steinþórsson þjálfari karla og kvennaliðs Snæfells ræða við Valtý um stöðuna í undanúrslitunum hjá karlaliðunum. Grindavík er 1-0 yfir gegn Stjörnunni og KR er einnig 1-0 yfir gegn nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn.
Hægt er að hlusta á X-977 með því að smella hér:
