Hjálmar Jónsson og Hjörtur Logi Valgarðsson spiluðu allan leikinn með IFK Gautaborg sem vann 2-1 sigur á Åtvidaberg í efstu deild sænsku knattspyrnunnar í dag.
Heimamenn í Gautaborg komust í 2-0 með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks og útlitið gott.
Kjetill Aæhler, kollegi Hjálmars í miðverðinum hjá Gautaborg, nældi sér í tvö gul spjöld á sjö mínútna kafla um miðjan síðari hálfleikinn. Gestunum tókst í kjölfarið að minnka muninn en komust ekki lengra.
Þetta var annar sigur Gautaborgarliðsins á leiktíðinni. Liðið er með átta stig 8. sæti deildarinnar.
Hjálmar og Hjörtur Logi í tíu manna sigurliði Gautaborgar
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn





