Þór frá Þorlákshöfn og Grindavík mættust í annað sinn á fimmtudaginn í úrslitum Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Grindavík hafði betur, 79-64, en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport þar sem að Arnar Björnsson og Svali Björgvinsson lýstu leiknum. Allur leikurinn er nú aðgengilegur á sjónvarpshluta Vísis. Næsti leikur fer fram í Grindavík á sunnudaginn og þar geta Grindvíkingar landað Íslandsmeistaratitlinum.
Smelltu hér til að sjá 4. leikhluta:
Smelltu hér til að sjá 3. leikhluta:
Smelltu hér til að sjá 2. leikhluta:
Smelltu hér til að sjá 1. leikhluta:

