Lilleström hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu í norsku úrvalsdeildinni og situr í fallsæti að loknum fimm umferðum. Liðið tapaði fyrir Noregsmeisturum Molde á útivelli, 3-2.
Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrra mark Lilleström í leiknum og jafnaði þar með metin í 1-1, skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.
Frode Kippe kom svo Lilleström yfir um miðjan seinni hálfleikinn en Molde tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum á síðustu fimm mörkum leiksins. Ole Gunnar Solskjær er þjálfari Molde.
Björn Bergmann Sigurðarson er meiddur og gat af þeim sökum ekki spilað með Lilleström í dag. Pálmi Rafn spilaði allan leikinn.
Fótbolti