Steingrímur telur að málið hafi átt erindi í Landsdóm Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. apríl 2012 16:44 Steingrímur Sigfússon segir að málið hafi átt erindi fyrir Landsdóm. Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. „Meira er ekki um það að segja," segir Steingrímur. Hann segist telja það best að dómurinn tali fyrir sig og menn kynni sér hann og rökstuðninginn og reifunina sem þar sé að finna. „Ég vísa bara til þess og ætla ekki út í neinar persónulegar túlkanir á því. Ég tel að dómurinn, rétt eins og þingmenn hafi verið að gera það sem þeir töldu réttast, og ég ætla engum annað í þessu máli," sagði Steingrímur. Geir er dæmdur fyrir brot á 17. grein stjórnarskrárinnar sem laut að því að hafa ekki haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. Aðspurður um það hvort fyrirkomulagi hafi verið breytt varðandi þetta atriði frá því sem var segir Steingrímur að menn þurfi að fara varlega í að jafna því saman. „Við erum ekkert að tala um nein venjuleg mál. Þetta eru náttúrlega stóratburðir sem höfðu alvarlegar afleiðingar. Sem betur fer er það ekki á hverjum degi, hverju ári eða hverjum áratug sem slíkir atubðir eru á ferð," segir Steingrímur. „Í öðru lagi tel ég að menn séu búnir að gera sitt besta og læra af og fylgja eftir þeim niðurstöðum sem rannsóknarnefnd Alþingis komst að," segir Steingrímur. Önnur nefnd hafi fjallað um stjórnarráðið og þá lærdóma sem þar þurfti að draga af atburðum. „Það er búið að breyta ýmsum lögum og vinnureglum. Þannig að ég held að menn hafi verið að betrumbæta hluti í ljósi reynslunnar," segir Steingrímur. Steingrímur bar vitni fyrir Landsdómi þegar málið var til meðferðar. Auk hans voru tveir aðrir núverandi þingmenn sem báru vitni en það voru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. Þau tvö hin síðarnefndu störfuðu í ríkisstjórn með Geir Haarde í aðdraganda bankahrunsins. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. „Meira er ekki um það að segja," segir Steingrímur. Hann segist telja það best að dómurinn tali fyrir sig og menn kynni sér hann og rökstuðninginn og reifunina sem þar sé að finna. „Ég vísa bara til þess og ætla ekki út í neinar persónulegar túlkanir á því. Ég tel að dómurinn, rétt eins og þingmenn hafi verið að gera það sem þeir töldu réttast, og ég ætla engum annað í þessu máli," sagði Steingrímur. Geir er dæmdur fyrir brot á 17. grein stjórnarskrárinnar sem laut að því að hafa ekki haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. Aðspurður um það hvort fyrirkomulagi hafi verið breytt varðandi þetta atriði frá því sem var segir Steingrímur að menn þurfi að fara varlega í að jafna því saman. „Við erum ekkert að tala um nein venjuleg mál. Þetta eru náttúrlega stóratburðir sem höfðu alvarlegar afleiðingar. Sem betur fer er það ekki á hverjum degi, hverju ári eða hverjum áratug sem slíkir atubðir eru á ferð," segir Steingrímur. „Í öðru lagi tel ég að menn séu búnir að gera sitt besta og læra af og fylgja eftir þeim niðurstöðum sem rannsóknarnefnd Alþingis komst að," segir Steingrímur. Önnur nefnd hafi fjallað um stjórnarráðið og þá lærdóma sem þar þurfti að draga af atburðum. „Það er búið að breyta ýmsum lögum og vinnureglum. Þannig að ég held að menn hafi verið að betrumbæta hluti í ljósi reynslunnar," segir Steingrímur. Steingrímur bar vitni fyrir Landsdómi þegar málið var til meðferðar. Auk hans voru tveir aðrir núverandi þingmenn sem báru vitni en það voru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. Þau tvö hin síðarnefndu störfuðu í ríkisstjórn með Geir Haarde í aðdraganda bankahrunsins.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira