Vettel fremstur á ráslínu í Barein Birgir Þór Harðarson skrifar 21. apríl 2012 12:29 Vettel fékk loksins tækifæri til að setja vísifingurinn, sem við þekkjum svo vel, upp í loft í fyrsta sinn í ár. nordicphotos/afp Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel gerði það sem hann var orðinn vanur í fyrra og setti Red Bull-bíl sinn á ráspól fyrir kappaksturinn í Barein sem fram fer á morgun. Vettel var einna síðastur til að setja tíma í tímatökunni og setti lang besta tíma helgarinnar. Vettel var orðinn vanur því í fyrra að fara síðastur út og ná besta tíma en gerði það í fyrsta sinn á árinu í dag. "Þetta er ekki búin að vera auðveld byrjun á tímabilinu," sagði Vettel við blaðamenn eftir tímatökuna. "Þetta er liðinu að þakka, ég skuldaði þeim þetta fyrir verkið sem þeir hafa sett í bílinn." Lewis Hamilton á McLaren ræsir annar á ráslínu á undan Mark Webber. Jenson Button ræsir fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg fór aðeins einn tímatökuhring í síðustu lotu tímatökunnar og gerði mistök í hringnum og náði því ekki ráspól eftir að hafa verið fljótastur á æfingum fyrir mótið. Michael Schumacher ræsir kappaksturinn sautjándi á morgun eftir að Mercedes-liðið misreiknaði þróun brautarinnar og möguleika Schumachers. "Afturvængurinn var eitthvað bilaður," sagði goðsögnin við Sky Sports. Jafnvægi bílanna plagaði ökumenn milli tímatökulota. "Það er aldrei gott þegar jafnvægi bílsins er ekki það sama í fyrstu lotu og í þeirri síðustu," sagði Jenson Button eftir tímatökuna. "Brautin var gríðarlega fljót að breytast." Daniel Ricciardo ræsir sjötti í Toro Rosso bíl sínum. Spurður hvað olli miklum mun á honum og liðsfélaga sínum, Jean-Eric Vergne, sagði hann ekki vita það. "Ég hef ekki hugmynd í augnablikinu. Ég kemst örugglega að því á fundinum á eftir." Skotinn ungi, Paul di Resta á Force India, stóð sig frábærlega í tímatökunni og ræsir tíundi á morgun. Force India liðið tók ekki þátt í seinni æfingu keppnisliðanna í gær af öryggisástæðum og árangur þeirra því glæsilegur. Dekkin munu spila gríðarlega stórt hlutverk í kappakstrinum á morgun. Hitinn er mikill í Barein og brautarhitinn óvenju hár svo ökumenn munu keppast við halda þeim eins köldum og hægt er. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 11:40. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel gerði það sem hann var orðinn vanur í fyrra og setti Red Bull-bíl sinn á ráspól fyrir kappaksturinn í Barein sem fram fer á morgun. Vettel var einna síðastur til að setja tíma í tímatökunni og setti lang besta tíma helgarinnar. Vettel var orðinn vanur því í fyrra að fara síðastur út og ná besta tíma en gerði það í fyrsta sinn á árinu í dag. "Þetta er ekki búin að vera auðveld byrjun á tímabilinu," sagði Vettel við blaðamenn eftir tímatökuna. "Þetta er liðinu að þakka, ég skuldaði þeim þetta fyrir verkið sem þeir hafa sett í bílinn." Lewis Hamilton á McLaren ræsir annar á ráslínu á undan Mark Webber. Jenson Button ræsir fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg fór aðeins einn tímatökuhring í síðustu lotu tímatökunnar og gerði mistök í hringnum og náði því ekki ráspól eftir að hafa verið fljótastur á æfingum fyrir mótið. Michael Schumacher ræsir kappaksturinn sautjándi á morgun eftir að Mercedes-liðið misreiknaði þróun brautarinnar og möguleika Schumachers. "Afturvængurinn var eitthvað bilaður," sagði goðsögnin við Sky Sports. Jafnvægi bílanna plagaði ökumenn milli tímatökulota. "Það er aldrei gott þegar jafnvægi bílsins er ekki það sama í fyrstu lotu og í þeirri síðustu," sagði Jenson Button eftir tímatökuna. "Brautin var gríðarlega fljót að breytast." Daniel Ricciardo ræsir sjötti í Toro Rosso bíl sínum. Spurður hvað olli miklum mun á honum og liðsfélaga sínum, Jean-Eric Vergne, sagði hann ekki vita það. "Ég hef ekki hugmynd í augnablikinu. Ég kemst örugglega að því á fundinum á eftir." Skotinn ungi, Paul di Resta á Force India, stóð sig frábærlega í tímatökunni og ræsir tíundi á morgun. Force India liðið tók ekki þátt í seinni æfingu keppnisliðanna í gær af öryggisástæðum og árangur þeirra því glæsilegur. Dekkin munu spila gríðarlega stórt hlutverk í kappakstrinum á morgun. Hitinn er mikill í Barein og brautarhitinn óvenju hár svo ökumenn munu keppast við halda þeim eins köldum og hægt er. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 11:40.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira