Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes-bíl var fljótastur á lokaæfingu keppnisliða í Barein í morgun. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var annar á Red Bull.
Tímatökur fyrir Barein kappaksturinn fara fram í dag en aðstæður á brautinni eru litlu betri en í gær þó búið sé að aka mikið gúmmí í brautina. Sanddrífu lagði yfir allt svæðið í morgun og brautin því nokkuð skítug.
Tímar dagsins voru því ekki eins góðir á æfingunni í morgun eins og þeir voru í gær. Rosberg ók hálfri sekúntu hægar í dag en hann gerði í gær en munurinn á milli Rosberg og Vettels er ekki nema 0,147 sekúntur.
Tímatökurnar verða að öllum líkindum jafnar og spennandi því toppliðin hafa átt í vandræðum með að finna fullkomið jafnvægi í bílum sínum.
Tímatökurnar eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 11.
Rosberg enn fljótastur á lokaæfingunni
Birgir Þór Harðarson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn


„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti
