Handboltadómararnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson verða í eldlínunni í EHF-keppninni um næstu helgi.
Þá dæma þeir síðari leik franska liðsins Dunkerque og þýska liðsins Magdeburg sem Björgvin Páll Gústavsson og Einar Hólmgeirsson spila með.
Fyrri leikur liðanna fer fram nú um helgina en þess má geta að Ragnar Óskarsson lék lengi vel með liði Dunkerque en hann hefur nú lagt skóna á hilluna.
Anton og Hlynur dæma hjá Björgvini Páli og Einari

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn





