Hægri hornamaðurinn Einar Rafn Eiðsson er búinn að skrifa undir eins árs samning við FH en hann kemur til liðsins frá Fram.
"Þeir sýndu mér mikinn áhuga og þetta er metnaðarfullt félag. Ég er því bara mjög spenntur fyrir að spila með þeim," sagði Einar Rafn við Vísi.
Hann hefur verið í herbúðum Fram síðustu ár en reyndu Framarar ekkert að halda honum?
"Nei, mér fannst vera lítill áhugi á því hjá þeim að halda mér. Þeir töluðu ekkert við mig eftir úrslitakeppnina og virtust ekki hafa mikinn áhuga."
Einar Rafn er uppalinn Haukamaður og því hlýtur það að vera furðulegt fyrir hann að fara í FH.
"Ég get ekki neitað því að þetta er svolítið sérstakt. Ég er samt bara að hugsa um mig og tel FH vera rétta liðið fyrir mig núna. Þar fæ ég vonandi tækifæri til þess að spila mikið og bæta minn leik."
Einar Rafn í FH | Fram sýndi lítinn áhuga á að halda honum

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn


„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn