Hnefaleikakappinn Wladimir Klitschko er ekki mjög spenntur fyrir komandi bardaga á milli David Haye og Dereck Chisora enda segir hann að bardaginn verði skrípaleikur.
"Þetta verður skrípaleikur sem fer fram á fáranlegum forsendum. Þeir eru í raun að hrækja framan í hnefaleikayfirvöld í Bretlandi," sagði Klitschko en bardaginn fer fram á Upton Park og er viðurkenndur að hnefaleikasambandi Lúxemborg.
Enska hnefaleikasambandið viðurkennir ekki bardagann enda hvorugur hnefaleikakappanna með leyfi til þess að keppa.
"Að Chisora fái leyfi til þess að keppa er til skammar fyrir íþróttina. Maðurinn hefur ítrekað hagað sér eins og vitleysingur. Ég skil ekki hvernig það má vera að þessi bardagi fái að fara fram í Bretlandi."
Klitschko: Ótrúlegt að þessi bardagi fái að fara fram í Bretlandi

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

