Kristján Arason verður ekki áfram þjálfari karlaliðs FH í handbolta en hann tilkynnti leikmönnum FH þetta í kvöld samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Kristján hefur þjálfað FH-liðið ásamt Einari Andra Einarsson undanfarin tvö tímabil
FH endaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í ár eftir 3-0 tap á móti HK í úrslitaeinvíginu en varð Íslandsmeistari í fyrra. FH varð þá í fyrsta sinn Íslandsmeistari í 19 ár eða síðan Kristján var spilandi þjálfari liðsins árið 1992.
Einar Andri Einarsson hefur þjálfað FH-liðið ásamt Kristjáni undanfarin tvö ár en var áður einn þjálfari liðsins og hefur þjálfað stóran hluta leikmannahópsins upp alla yngri flokkanna.
Kristján Arason hættur með FH
Arnar Björnsson skrifar

Mest lesið



Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn

Newcastle loks að fá leikmann
Enski boltinn


Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn

Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho
Enski boltinn


