Stjörnukokkurinn og ólátabelgurinn Gordon Ramsay skemmti sér í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi samkvæmt heimildum Lífsins.
Kokkurinn sást meðal annars á skemmtistaðnum b5 þar sem hann skemmti sér ásamt félögum sínum í svokölluðu VIP - herbergi staðarins.
Gordon sem er fjörtíu og fimm ára að aldri er þekktastur fyrir sjónvarpsþætti sína; Hell's Kitchen, The F Word, Ramsay's Best Restaurant og Ramsay's Kitchen Nightmares.
