Ragnar Sigurðsson og félagar hans í FCK töpuðu 1-0 á útivelli í toppslagnum í danska fótboltanum í kvöld gegn Nordsjælland. Ragnar lék í vörn FCK frá upphafi til enda en það var Mikkel Beckmann sem skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu með þrumuskoti sem hafnaði í varnarmanni FCK á leið sinni í markið.
FCK er með 61 stig í efsta sæti deildarinnar þegar 29 leikir eru búnir en Nordsjælland er með 58 stig í öðru sæti. Þessi tvö lið eru í sérflokki í dönsku Superligaen en Midtjylland er með 48 stig og Horsens er með 45.
Nordsjælland hafði betur í toppslagnum gegn FCK

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
