Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Malmö, skoraði eitt mark í 7-1, stórsigri liðsins á Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Þóra Björk Helgadóttir, landsliðsmarkvörður, var einnig á sínum stað í liði Malmö.
Malmö fór á kostum í fyrri hálfleiknum en Anja Mittag, skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en að Sara Björk bætti við þriðja marki liðsins. Mittag fullkomnaði svo þrennu sína undir lok hálfleiksins og sigur Malmö nánast í höfn.
Malmö bætti við öðru marki um miðjan síðari hálfleikinn áður en Umeå tókst að klóra í bakkann með marki. Malmö svaraði með tveimur mörkum og var það títtnefnd Mittag sem gulltrygði stórsigur liðsins með sínu fjórða marki í leiknum.
Íslendingaliðið situr nú á toppi deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki en liðið er jafnt á stigum við næstu þrjú lið, en með betri markatölu.
Malmö á toppinn eftir stórsigur | Sara Björk með mark
Stefán Hirst Friðriksson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





